Heimili
Mánudagur 3. febrúar 2020
Heimili

Heillaðist af Hveragerði og flutti þangað úr Reykjavík þegar von var á fyrsta barninu

Sjöfn Þórðar heimsækir Hveragerði heim og spjallar við Elínu Káradóttur fasteignasala og íbúa Hveragerðis. Fyrir fjórum árum tók Elín þá ákvörðun ásamt manni sínum að flytja til Hveragerðis frá Reykjavík eftir ígrundað hugsun og eftir að hafa farið að skoða bæinn hátt og lágt. Eftir bíltúr yfir Hellisheiðina í Blómabæinn var ekki aftur snúið. „Við vorum strax heilluð af bænum og sáum að hér er allt til alls og draumur að ala upp börn þar sem allt er í nánd,“ segir Elín. Þegar ákvörðunin var tekin áttu þau von á sínu fyrsta barni og vildu meðal annars velja góðan stað til að stofna fjölskyldu.

Föstudagur 31. janúar 2020
Heimili

Sagðist hafa fundið kött lokaðan í tösku í ruslatunnu: Átti köttinn sjálfur og spann söguna af ótta við að missa íbúð

Hringbraut greindi frá því fyrr í vikunni að köttur hefði fundist lokaður ofan í tösku sem hafði verið sett ofan í ruslatunnu við Ásbrú í Reykjanesbæ. Vitnaði blaðamaður Hringbrautar í frásögn Villikatta í Reykjanesbæ og nágrennis en tilgangur síðunnar er að miðla upplýsingum um villiketti á svæðinu og leita leiða til að útvega þeim heimili. Í frásögn sem birt var á Facebook-síðunni var sagt að íbúi hefði fundið köttinn þegar hann var að fara út með ruslið og þá fundið köttinn í tösku ofan í ruslatunnu. Nú er komið í ljós að frásögnin er uppspuni frá rótum. Sá sem spann söguna var eigandi kattarins og óttaðist að missa húsnæði sitt þar sem dýrahald er bannað. Samkvæmt heimildum Hringbrautar greip eigandinn til þess ráðs í örvæntingu með hagsmuni sína og kattarins í huga.

Miðvikudagur 29. janúar 2020
Heimili

Höllin loksins seld: Brynhildur keypti hús Smára – Sjáðu myndirnar

Hinn reyndi fjölmiðlamaður og foringi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir settu glæsilegt einbýlishús við Fáfnisnes 3 á sölu árið 2017. Það var þá til sölu á 125 milljónir. Húsið sem byggt er árið 1969 þykir einstaklega fallegt en það er 244 fermetrar að stærð. Þess má geta að húsið var kosið það fegursta í höfuðborginni árið 1973.

Sunnudagur 19. janúar 2020
Heimili

Uppskrift: himneska salatið hennar kaju sem tryllir bragðlaukana, hver munnbiti einkennist af nýju bragði

Ferskmeti, ljúffeng brögð og hollustan er í fyrirrúmi á nýju ári og ekkert er skemmtilegra en að prófa nýja samsetningu þegar við búum okkur til ljúffengt salat. Sjöfn Þórðar heimsótti Karenu Jónsdóttur, sem ávallt er kölluð Kaja, í Matarbúr Kaju á Akranesi og prófaði nýjustu salatblönduna hennar. Upplifun Sjafnar var tryllingslega ljúffeng þar sem bragðlaukarnir nutu sín í botn með hverjum munnbita. Þetta er salat sem enginn má láta framhjá sér fara að njóta. „Það sem einkennir salatið er upplifunin við að borða það en hver munnbiti einkennist af nýju og nýju bragði. Bragð sem kemur skemmtilega á óvart sérstaklega þar sem þetta er salat. VIð notum lífræn hráefni og svo íslenskt ef við náum ekki í lífræn,“ segir Kaja og mjög ánægð með útkomuna. Sjöfn fékk Kaju til að gefa lesendum uppskriftina af þessu dásamlega ljúffenga salati sem er kærkomið að njóta í janúar. Vert er að segja frá því að hægt er að kaupa salatið í Matarbúri Kaju í „Take away“.

Laugardagur 11. janúar 2020
Mánudagur 30. desember 2019
Heimili

Eftirrétturinn á gamlárskvöld er hápunktur matarársins hjá Önnu Björk

Nú er árið senn að líða og stór dagur framundan á morgun, gamlársdagur. Sjöfn Þórðar spjallaði við Önnu Björk Eðvarðsdóttur, formann Hringsins og matar- og sælkerabloggara um hefðir og siði hennar og fjölskyldunnar í tengslum við síðasta dag ársins, gamlársdag. Einnig fékk Sjöfn, Önnu Björk til að gefa lesendum uppskrift af eftirrétti sem hún hefur boðið fjölskyldunni uppá á þessum degi.„Það er alltaf sama spennan hjá mér þegar kemur að eftirréttinum á gamlárskvöld. Hvað á ég að búa til? Eitthvað úr ávöxtum, eða úr súkkulaði, rjómakennt, heitt eða kalt? Hvernig er matseðillinn uppbyggður og passar allt saman? Þið kannist kannski við þetta, “ segir Anna Björk.

Heimili

Uppskriftir: Frönsk súkkulaðikaka með berjum og þeyttum rjóma og marengsbomba með dumble karamellusósu sem hitta í mark

Síðustu misseri hefur Una Dögg Guðmundsdóttir sem er mikil áhugamanneskja um bakstur og matargerð verið iðin að prófa sig áfram með ljúffengum kökum í eftirrétt. Sjöfn Þórðar fékk Unu Dögg til að gefa lesendum uppskriftir af tveimur einföldum og klassískum kökum sem allir ættu að ráða við að baka og töfra fram á skömmum tíma eins og fyrir áramótaveislurnar sem framundan eru. Una Dögg segir að báðar kökurnar passi vel með ljúffengu kaffi og kampavíni og eigi vel við á gamlárskvöld. Annars vegar er þetta frönsk súkkulaðikaka með girnilegum berjum sem tilvalið er að bera fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Hins vegar er það marengsbomba með ljúffengri karamellusósu sem hittir ávallt í mark.