Árangursrík safahreinsun með girnilegu söfunum hennar Kaju
Karen Jónsdóttir, Kaja eins og hún er ávallt kölluð, stofnandi og eigandi Matarbúrs Kaju og Café Kaju býður upp á safahreinsun tvisvar á ári sem hefur notið mikilla vinsælla. Eins og allt það sem Kaja framleiðir og gerir er aðal áherslan á lífrænt hráefni enda rekur Kaja eina lífrænt vottaða kaffihús landsins. Sjöfn Þórðar fór á stúfana og heimsótti Kaju og fékk hana til að segja okkur nánar frá safahreinsuninni sem hún er að bjóða upp, tilurðinni, markmiðinu og þeim árangri sem hún getur skilað.
Endurfjármögnun húsnæðislána getur komið sér vel
Húsnæðislánamarkaðurinn hefur tekið breytingum og margir hafa verið að hugleiða hvort það er skynsamlegt að endurfjármagna núverandi húsnæðislán sín og skoða hvaða lánakjör eru hagstæðust þessa dagana. Sjöfn Þórðar hitti Lindu Lyngmo, verkefnastjóra hjá Íslandsbanka og fékk hana til að taka stöðuna á þessum málum í dag.
Truflað súkkulaði French toast sem enginn stenst á öðrum degi páska
Í fyrra fékk Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þáttarins Matur & Heimili, Önnu Björk Eðvarðsdóttir formann Hringsins og sælkera- og matarbloggara, með meiru til að ljóstra upp leyndarmálinu bak við hennar uppáhalds súkkulaðibröns sem viðeigandi er nú yfir súkkulaðihátíðina miklu, sérstaklega á þessum degi. Nú er annar í páskum og þá eiga margir afgang af páskaeggjum, súkkulaðibrot sem hægt er að nýta vel í þennan dásamlega rétt.
Smurbrauðið að hætti Marentzu sem matargestirnir missa sig yfir
Á dögunum í páskaþætti Fasteigna og Heimila heimsótti Sjöfn Þórðar, Marentzu Poulsen smurbrauðsdrottningu okkar Íslendinga á fallega heimilið hennar í Skerjafirðinum. Marentza rekur Klambrar Bistro á Kjarvalsstöðum og Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal og er rómuð fyrir sín ljúffengu smurbrauð og kræsingar. Marentza töfraði fram ómótstæðilega ljúffengt og falleg smurbrauð eftir matardraum sínum fyrir áhorfendur sem eru tilvalin að prófa um páskana og þegar við fögnum sumrinu sem nálgast óðum.
Stærsta áskorun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til þessa
Gestur Sjafnar Þórðar í sérþætti Heilsugæslunnar um COVID 19 var Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsgæslu höfuðborgarasvæðisins
Brýnt að vera með hlutina á hreinu þegar kemur að því að taka fjárhagslegar ákvarðanir í fjölbýlum
Sigurður H. Guðjónsson lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
Fallegur skandinavískur stíll og list einkennir þeirra fallega heimili
Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingameistari, fagurkeri og lífskúnster verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
Hanna heimilisvörur, húsgögn og lífsstílsvörur með sjálfbæran lífsstíl að leiðarljósi
Ragna Sara Jónsdóttir listrænn stjórnandi hjá Fólk Reykjavík verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:
Alls ekki henda pumpum af handsprittum
Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis að höfðu samráði við framleiðendur sótthreinsivara beina þeim tilmælum til almennings, fyrirtækja og stofnana að henda ekki handpumpum af handsprittbrúsum, sápum eða öðrum sótthreinsivörum. Beinir stofnunin þeim tilmælum til almennings að endurnýta þær þar sem skortur er á slíkum pumpum í heiminum. Takist ekki að upplýsa almenning sé fyrirsjáanlegt að framleiðendur geti einungis framleitt handspritt í áfyllingarbrúsum án pumpu. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir: