Heimili
Þriðjudagur 19. apríl 2022
Forsíða

Matarástríðan blómstrar á Brasserie Kársnes

Nýr röff og kósý hverfisveitingastaður opnaði í Kársnesinu í Kópavogi á síðasta ári sem hefur vaktið verðskuldaða athygli metnaðarfulla matargerð og notið mikla vinsælda. Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Ólaf Helga Kristjánsson matreiðslumeistara, eiganda staðarins en Ólafur og konan hans Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir eiga veitingastaðinn.

Forsíða

Heimsklassa matreiðsla undir skandinavískum áhrifum

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar veitingastaðinn Tides sem er á EDITION hótelinu við Reykjavíkurhöfn. Þar má njóta heimsklassa matreiðslu en einnig einfaldari hressingar á kaffihúsinu og barnum.

Þriðjudagur 12. apríl 2022
Forsíða

Nýjasta afurðin gerð úr lúpínumjöli

Á Akranesi er heillandi staður sem áhugavert er að heimsækja, Matarbúr Kaju. Matarbúr Kaju er allt í senn, heildsala, verslun og lífrænt kaffihús sem hefur að geyma margar þær bestu kökur og kræsingar sem finnast hér á landi. Karen Jónsdóttir, sem er að öllu jöfnu kölluð Kaja, er konan á bak við þetta allt saman.

Forsíða

Veislubakkinn fyrir föstudaginn langa – matur og munúð

Í þætti kvöldsins bregður Sjöfn Þórðar sér í eldhúsið til Helga Sverrissonar, eiganda og yfirkokksins á veitingahúsinu 20&SJÖ mathús & bar. Helgi er annálaður nautnaseggur og þekktur fyrir skemmtilega útfærslu í matargerðinni þar sem réttirnir eru bornir fram á litríkan og frumlegan hátt og brögðin lyfta matreiðslunni upp á hæstu hæðir.

Þriðjudagur 5. apríl 2022
Forsíða

Katrín Halldóra safnar skemmtilegri myndlist með húmor

Katrín Halldóra Sigurðardóttir söng- og leikkona stendur í ströngu þessa dagana og fullt í gangi. Framundan hjá henni eru stórtónleikar í Eldborg á sunnudaginn þar sem hún mun syngja lög Jóns Múla við texta bróður hans Jónasar Árnasonar af plötu sem hún gaf út í fyrra. Svo er hún líka nýbúin frumsýna nýtt verk ásamt samstarfsfélögum sínum í Þjóðleikhúsinu. Þetta er verkið Ást og upplýsingar eftir breska leikskáldið Caryl Churchill sem hefur hlotið mikið lof. Katrín gaf sér þó tíma á milli stríða til að hitta Sjöfn Þórðar og bauð henni heim.

Forsíða

Gerði sumarbústaðinn að sínum - sveipaðan sveitarómantík

Það er vor í lofti og páskarnir nálgast óðfluga. Í þættinum Matur og Heimili mun Sjöfn Þórðardóttir heimsækja Þórunni Högna stílista og fagurkera með meiru í sumarbústaðinn hennar í Grímsnesi sem hún hefur verið að breyta og bæta og er búin að setja í páskabúninginn.

Þriðjudagur 29. mars 2022
Forsíða

Vill að allir séu glaðir og það sé stuð í veislunni

Mæðginin Bjarni Gabríel Bjarnason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir eru í óðaönn að undirbúa fermingardag Bjarna Gabríels. Hann mun fermast 2. apríl næstkomandi og er fullur tilhlökkunar. Það er að mörgu að huga fyrir stóra daginn og Bjarni Gabríel tekur fullan þátt í undirbúningnum með móður sinni enda með sjálfstæðar skoðanir og veit hvað hann vill.

Þriðjudagur 22. mars 2022
Forsíða

Elskar rómantískan stíl með frönskum áhrifum

María Gomez er mikill fagurkeri og á einstaklega fallegt og fágað heimili. María á og rekur vefsíðuna paz.is og instagram reikninginn @paz.is þar sem hún sýnir meðal annars innblásnar heimilishugmyndir. Á miðlunum sínum fær hún útrás fyrir allt það sem henni þykir gaman að gera.

Þriðjudagur 15. mars 2022
Forsíða

Rut Kára hannaði og opnaði sína eigin draumaísbúð

Í desember síðastliðnum opnaði einn okkar vinsælasti og þekktasti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, nýja og glæsi­lega ísbúð í Hvera­gerði ásamt eig­in­manni sín­um Kristni Arn­ar­syni. Bongó heit­ir ísbúðin og er það nafn með rentu. Bongó er til húsa í hinu nýopnaða Gróður­húsi, sem er hið glæsi­leg­asta.

Forsíða

Suðræn og ævintýraleg stemning innan um pálmatrén í Gróðurhúsinu

Gróðurhúsið opnaði í Hveragerði í desember síðastliðnum og má segja að lífið þar hafi dafnað og vaxið síðustu vikur og mánuði. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem höfðar bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, lífstílsverslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Gróðurhúsið og hittir Brynjólf Baldursson einn eiganda og fær að heyra um tilurð Gróðurhússins og hugmyndafræðina bak við það.