Heimili
Þriðjudagur 31. maí 2022
Forsíða

Rómantík gullaldaráranna svífur yfir á Borginni

Veitingastaðurinn Borg Restaurant opnaði nýverið eftir gagngerar endurbætur þar sem glæsileikinn hefur verið hafður í forgrunni.

Þriðjudagur 24. maí 2022
Forsíða

Mæðgurnar leggja áherslu á stílhreina og tímalausa hönnun fyrir heimilin

Mikið var um dýrðir á HönnunarMars í byrjun maí og fjölmargir hönnuðir og listamenn frumsýndu ný verk sín og afurðir. Meðal þeirra sem voru í samstarfi með opið hús og frumsýndu hönnun sína og verk í tilefni HönnunarMars voru VIGT og Feel Iceland.

Forsíða

Einstök flétta með íslensku handverki og íslenskri matargerð

Á HönnunarMars gafst einstakt tækifæri, sem aldrei áður hafði sést, að upplifa íslenska hönnun í gegnum öll skilningarvitin. Þar flæddu saman íslensk handverk og íslensk matargerð á ótrúlegan hátt með gómsætri kampavínspörun sem lét engan ósnortinn.

Þriðjudagur 17. maí 2022
Forsíða

Elísa nýtur sín í eldhúsinu og ný verkefni eru handan við hornið

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Elísu Viðarsdóttir landsliðskonu í knattspyrnu heim í eldhúsið þar sem þær ræða verkefni Elísu og framtíðarplön. Elísa er mikil áhugamanneskja um mat og notar matargerðina sem sína hugleiðslu.

Forsíða

Lét draum sinn rætast og flytur inn heimagerðu kryddin frá Túnis

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld fær Sjöfn góða heimsókn í eldhúsið þar sem töfrað verður ljúffengur kvöldverður þar sem brögðin fara með bragðlaukana á flug alla leið til Túnis. Safa Jemai frumkvöðull og hugbúnaðarverkfræðingur frá Túnis og vinur hennar Viktor Joensen yfirkokkur mæta með hágæða hráefni og heimagerðu kryddin hennar Söfu sem koma alla leið frá Túnis. En Safa stofnaði nýverið fyrirtækið Mabruka og hóf innflutning á heimagerðum kryddum frá heimalandi sínu.

Þriðjudagur 10. maí 2022
Forsíða

Strekktar línur fagna sumri

Í tilefni sumarsins boðaði Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og matgæðingur veiðiklúbbinn sinn Strekktar línur í sumarfagnað. Kristín er annálaður fagurkeri og er þekkt sem eldhúsdrottningin, hæstaréttarlögmaðurinn sem hefur ástríðu fyrir því að töfra fram kræsingar í eldhúsinu á sinn einstaka hátt. Í þættinum Matur og heimili í kvöld lítur Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi inn til Kristínar og fær smjörþefinn af leyndarmálum veiðiklúbbsins þegar kemur að því að töfra fram veitingar og gera sér glaðan dag.

Forsíða

Hinn fullkominn fordrykkur sem æsir upp hungrið

Vinsældir kampavíns hafa aldrei verið meiri en nú hér á landi og með hækkandi sól og sumri má gera ráð fyrir að vinsælt verði að skála í freyðandi kampavíni. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld hittir Sjöfn Þórðar Gunnlaug P. Pálsson kampavínssérfræðing sem er sérfróður um kampavín og kampavínshéruðin í Frakklandi.

Þriðjudagur 3. maí 2022
Forsíða

Lóa hannaði sitt eigið útieldhús sveipað sveitarómantík

Útieldhús njóta vaxandi vinsælda og æ fleiri landsmenn kjósa að stækka heimilin sín út og nýta svæðið utandyra til að auka lífsgæði sín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi og eiginmaður hennar eru ein af þeim sem fannst frábært að geta stækkað heimilið með því að vera með útieldhús og pergólupall á útisvæðinu sem hefur aukið lífsgæði þeirra og fjölbreytni til muna enda miklir náttúruunnendur.

Þriðjudagur 26. apríl 2022
Forsíða

Miðbær Hafnarfjarðar heldur áfram að vaxa og blómstra

Miðbær Hafnarfjarðar verður í forgrunni í þættinum Matur og heimili í kvöld. Sjöfn Þórðardóttir mun hitta Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstýru þar sem þær munu rölta um miðbæinn, heimsækja kaffihús og fara yfir flóruna sem þar er að finna. Það má með sanni segja að hjarta bæjarins slái í miðbænum þar sem allt iðar af fjölbreyttu mannlífi og menningu.