Mánudagur 5. apríl 2021
Forsíða

Truflað súkku­laði French toast sem enginn stenst á öðrum degi páska

Í fyrra fékk Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þáttarins Matur & Heimili, Önnu Björk Eð­varðs­dóttir for­mann Hringsins og sæl­kera- og matar­bloggara, með meiru til að ljóstra upp leyndar­málinu bak við hennar upp­á­halds súkku­laði­bröns sem við­eig­andi er nú yfir súkku­laði­há­tíðina miklu, sérstaklega á þessum degi. Þetta var vinsælasta páska uppskriftin árið 2020. Nú er annar í páskum og þá eiga margir afgang af páskaeggjum, súkkulaðibrot sem hægt er að nýta vel í þennan dásamlega rétt.