Laugardagur 8. maí 2021
Forsíða

Ljúffengt nauta-carpaccio með ferskum rifnum parmesan í forrétt

Hér er ómótstæðilega ljúffengt nauta-carpaccio með ferskum rifnum parmesanosti sem hentar ótrúlega vel sem forréttur á fallegum sumardögum. Það er svo gaman að bera fram þennan forrétt því hann gleður bæði auga og munn.

Föstudagur 7. maí 2021
Forsíða

Nýjung í Bónus - Bónussúrdeigs pizzadeig

Spennandi nýjung hefur litið dagsins ljós í verslunum Bónus sem sælkerar og forfallnir pizzuaðdáendur eiga eftir að taka fagnandi. Hér er um að ræða gæða Bónussúrdeigs pizzadeig sem er vegan og er framleidd úr hágæða hveiti frá Ítalíu.

Þriðjudagur 4. maí 2021
Forsíða

Brakandi ferskur ís sem gleður bragðlauka og sál

Þegar sólin skín og sumarið brestur á þá kalla bragðlaukarnir á ís. Í Skúbb ísgerðinni allur ísinn framleiddur á staðnum og hverri árstíð fylgja ný brögð og áferð sem gleðja bragðlaukana. Í tilefni þess að sumarið er um garð gengið heimsækir Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili, Skúbb ísgerðina, og fræðist frekar um framreiðsluna og hvað er verið að aðhafast þar þessa dagana.

Forsíða

Gamli og nýi tíminn mætast í hjarta miðborgarinnar

Stórglæsilegt og vandað fjölbýlishús hefur risið upp við Hverfisgötu 92 sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun og útlit. Batteríið Arkitektar hönnuðu Hverfisgötu 92 ásamt Hverfisgötu 88 og 90 með stórglæsilegri útkomu. Í þættinum Matur og Heimili hittir Sjöfn Þórðar arkitektinn Sigurð Einarsson hjá Batteríinu og Ólaf Finnbogason fasteignasala hjá Mikluborg í einni af hinum vönduðu og glæsilegu íbúðum við Hverfisgötu 92 þar sem farið er yfir hugmyndafræðina bak við hönnunina og aðdráttaraflið sem staðsetningin hefur.

Sunnudagur 2. maí 2021
Forsíða

Heimalagað granóla með hlynsírópi og pekanhnetum

Á fallegum sólríkum dögum er dásamlegt að byrja daginn á ferskum og hollum morgunverði og/eða hádegisverði og sitja úti á pallinum eða svölunum og njóta. Vinsælt er að fá sér gott grískt jógúrt, skyr eða chiagraut með ferskum ávöxtum og toppa með ljúffengu granóla.