Sólskin í glasi og sælkerasamlokur í forgrunni
Flestir huga að heilsunni og vilja holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Lemon er íslenskur samloku og djússtaður sem stofnaður var árið 2012 en fyrsti staðurinn opnaði í mars árið 2013. Í dag eru staðirnir orðnir 7 talsins og er Lemon þekktur er fyrir að bjóða uppá ferskt gæðahráefni í alla sína rétti.
Ómótstæðilega ljúffengt Fiski taco sem steinliggur
Hjónin Mjöll Daníelsdóttir og Guðmundur Viðarsson erum með veitingarekstur hjá stærsta golfklúbbi landsins, Golfklúbbi Reykjavíkur, sem er með tvö Klúbbhús og eru þau svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gleðja bragðlaukana hjá gestum og gangandi. Eins og máltækið segir: „Maður er manns gaman,“ þá er matur líka manns gaman og spilar stórt hlutverk á golfvellinum alla daga.
Ómótstæðileg grilluð T-bone steik með auðveldustu bernaise sósu í heimi
Hver elskar ekki að fá góða steik á grillið þegar sólin skín? Það má með sanni segja að grillsumarið sé hafið og ilmurinn af grilluðum sælkeramat svífi í loftinu. Hér er ein uppskrift af ómótstæðilega ljúffengri T-bone steik að hætti Maríu Gomez sem er einstaklega hæfileikarík í eldhúsinu og þekkt fyrir lífssstíls- og matarbloggið sitt á síðunni Paz.is
Truflað gott fyllt eggaldin, kjúklingur og pestósósa
Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og leika sér með alls konar hráefni og ólík brögð. Útkoman getur stundum komið vel á óvart. Hér er ein ótrúlega góð, þar sem eggaldin spilar stórt hlutverk úr smiðju Berglindar okkar Hreiðars sem löngum er orðin þekkt fyrir köku- og matarblogg sitt á síðunni Gotterí og gersemar.
Monkey standurinn tímalaus og stílhrein hönnun sem fangar augað
Monkey standurinn er einstaklega vönduð og frumleg hönnun þar sem notagildið og fagurfræðin fléttast saman með skemmtilegri útkomu. Hönnunin á Monkey standinum er bæði tímalaus og stílhrein.
Pandan nýjasti ísrétturinn úr smiðju Omnom og nýtt súkkulaði
Omnom kynnir til leiks nýjan ísrétt, Pönduna og súkkulaðið Cookies + Cream sem á eftir að gleðja alla ísunnendur og sælkera með brögðum sínum og silkikenndri áferð. „Hugmyndin að nýjasta ísrétti Omnom varð til að á meðan við vorum að vinna að Cookies + Cream súkkulaðinu okkar, réttara sagt bjuggum við fyrst til ísréttinn og unnum svo súkkulaðið út frá því,“segir Kjartan Gíslason súkkulaðimeistarinn hjá Omnom sem nýtur sín allra best í þróa nýja ísrétti og súkkulaði sem bráðna í munni.
Alvöru amerískur morgunverður af bestu gerð
Á Gráa Kettinum við Hverfisgötu er að finna alvöru amerískan morgunverð af bestu gerð. Húsið sem hýsir staðinn er með eindæmum fallegt og reisulegt og þegar inn er komið á Gráa Köttinn er pínulítið eins og koma inn í ameríska bíómynd. Grái Kötturinn er annálaður morgunverðastaður þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriið og ekkert hefur breyst frá opnun staðarins frá árinu 1997 nema skipt hefur verið um eigendur.
Brakandi og ferskar matjurtir sem sælkerarnir elska
Ferskt og nýtt brakandi grænmeti er ávallt kærkomið á diskinn og gaman er að fylgjast með gróskunni í ræktunni hér á landi. Hárækt ehf. er nýlegt fyrirtæki í matjurtagerð sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði innanhús þar sem matjurtir eru ræktaðar undir vörumerkinu VAXA. Sjöfn Þórðar heimsækir stofnandann og framkvæmdastjórann Andra Björn Gunnarsson og rekstrarstjórann Íris Ósk Valþórsdóttur í gróðurhúsið þættinum Matur og Heimili í kvöld.