Heimili
Fimmtudagur 27. maí 2021
Forsíða

Uglan tákn viskunnar – fallegt handverk sem fangar augað

Nú er tími útskriftina, stúdentarnir ganga glaðir út í sumarið og síðan eru það háskólanemarnir í júní. Þegar að tími útskriftanna gengur í garð kemur uglan oft upp í huga en hún er gamalt tákn fyrir viskuna. Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni.


Þriðjudagur 25. maí 2021
Forsíða

Rjúkandi sælkerahamborgarar í grillveislu hjá Jóa Bötler

Jóhann Gunnar Arnarson bryti, lífskúnster og matgæðingur, betur þekktur sem Jói Bötler, er kominn í grillgírinn og fyrsta grillveislan sumarsins framundan á pallinum. Sjöfn Þórðar heimsækir Jóa á pallinn þar sem hann sviptir hulunni af sínum uppáhalds sælkerahamborgurum og skotheldum grillráðum þegar um hamborgara eru annars vegar að ræða.

Forsíða

Hlýlegt eldhús Katrínar þar sem gamli og nýi tíminn mætast

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mikil fjölskyldumanneskja og líður best heima í faðmi fjölskyldunnar. Hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason, hafa búið sér fallegt heimili sem á sér sterka skírskotun í æsku Katrínar. Katrín segir að hjarta heimilisins slái í eldhúsinu og þar eigi fjölskyldan iðulega sínar bestu samverustundir. Sjöfn Þórðar heimsækir Katrínu í eldhúsið á heimili hennar og fær Katrínu til ljóstra upp leyndardómum eldhússins.

Sunnudagur 23. maí 2021
Forsíða

Sigvaldahús ekki bara eign heldur listaverk

Logi Höskuldsson sem er alla hafna betur þekktur sem Loij er að gefa út bók þar sem hann tekur saman uppáhalds verk sín eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson. „Þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Loij. Bókina kynnir Loij á sýningu sinni á HönnunarMars dagana 21.-23.maí sem fer fram í Ásmundarsal. Hann segir að bókin veki upp bæði kátínu og gleði.

Laugardagur 22. maí 2021
Forsíða

Messing, gler og viður mynda fallega heild

GUSTAV er einstaklega falleg og vönduð húsgagnalína sem umhverfisvæn og hönnuðirnir nýta allt. HönnunarMars markar upphaf afhjúpunar nýrra vara hjá AGUSTAV. Nú eru fágaðar beinar línur úr gegnheilum við aðalatriði með einstaklega eftirtektarverðum samsetningum.

Forsíða

Arfisti – gjörnýting skógarkerfils hjá Sono Matseljur

Á HönnunarMars 2021 ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi og gaman er að sjá fjölbreytnina sem boðið eru uppá um helgina. Meðal þess hægt að sjá og njóta er gjörnýting skógakerfils. Tilraunasmiðja Arfistans um gjörnýtingu á mest hötuðu plöntu landsins í mat, pappír, umbúðir og fleira.

Fimmtudagur 20. maí 2021
Forsíða

Guðdómlega ljúffeng Rolo ostakaka

Ostakökur eru einstaklega ljúffengar og léttar undir tönn. Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari hjá Gotterí og gersemar er iðin að koma með nýjar seiðandi og ferskar hugmyndir af kökum sem töfra gestina upp úr skónum. Hér er komin ein guðdómlega ljúffeng ostakaka þar karamellukossarnir Rolo og Homeblest kexið spila aðalhlutverkið og gleðja bragðalaukana.