Ný Samfélagsskýrsla Bónus hefur litið dagsins ljós
Á dögunum leit í dagsins ljós Samfélagsskýrsla Bónus fyrir árið 2020 og hægt er að nálgast skýrsluna í rafrænu formi á heimasíðu Bónus Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagsábyrgð í verki hjá Bónusverslununum. Stjórnendur og starfsfólk leggja mikið upp úr samfélagsábyrgðinni og vera góðar fyrirmyndir öðrum til eftirbreytni. Bónus kynnti því skýrsluna með stolti og þakklæti til viðskiptavina sinna.
Hulunni svipt af leyndardómum Flateyjar á Hótel Flatey
Sjöfn Þórðar heimsækir Hótel Flatey og fær fólkið sem þar stendur vaktina, hver á sínu sviði, til svipta hulunni af leyndardómum eyjunnar og hótelsins. Fyrst hittir Sjöfn Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóra Minjaverndar sem einnig er einn þeirra aðila sem stendur að rekstri Hótel Flateyjar og Sigríði Heiðar ráðgjafa og fær innsýn í sögu hússins, hótelsins og starfsemina.
Lauflétt og ferskt pastasalat sem bragð er af
Gott pastasalat stendur alltaf fyrir sínu, hvort sem það er heitt eða kalt. Þessi útfærsla er úr smiðju Berglindar Hreiðars okkar sívinsæla köku- og matarbloggara hjá Gotterí og gersemar og er ótrúlegt einfalt og lauflétt að útbúa.
Nostalgía að njóta þessara leikfanga vörubíla
Þessir fallegu handgerðu vörubílar fást hjá Hnyðju og eru íslenskt handverk. Þeir minna á gamla tímann og eru algjör nostalgía. Vörubílarnir eru einstaklega fallegir og tímalaus hönnun sem fanga augað. Þeir eru sterkir og eigulegir. Þeir vaxa með eigendum sínum og eru fallegir gripir sem varðveita minningarnar um bernskuna. Síðan er hægt að láta þá ganga áfram með afkomendum eigenda sinna. Falleg gjöf sem gleður hjarta og sál.
Grísk flatbrauðspítsa sem sælkerarnir missa sig yfir
Það ætlaði allt um koll að keyra við eldhúsborðið þegar María Gomez matar- og lífsstílsbloggari með meiru töfraði fram þessa sælkera grísku flatbrauðspítsu fyrir fjölskylduna á dögunum. María er einstaklega metnaðargjörn þegar kemur að því að elda hollan og góðan mat og þessi ljúfffenga flatbrauðspítsa ber þess sterk merki.
Sumarsæla Telmu og Lemon slær í gegn
Nýir, sumarlegir og ferskir Sælkerasjeikar hafa litið dagsins ljós á Lemon og þegar farnir að slá í gegn. Þetta eru fjórir próteinsjeikar hver öðrum bragðbetri, sumarlegri og fádæma góðir fyrir heilsuna. Þeir kallast Pink Magic, Home Run, Happy Time og Call me Crazy og eru allir stútfullir af fersku, fyrsta flokks hráefni frá Lemon og próteini frá Bætiefnabúllunni. Allir eru sjeikarnir macros vænir fyrir þá sem vilja telja kolvetni, prótein og fitu.
Fagnar fimm ára afmæli í dag og býður í kaffi
Huggulegasta kaffihús landsins sem gleður bæði hjarta og sál fagnar fimm ára afmæli í dag og af því tilefni verður gestum boðið upp á kaffi sér að kostnaðarlausu. Hér er um að ræða hið margrómaða kaffihús Café Kaja á Akranesi sem fagnar þessum ánægjulegu tímamótum.
Borg29 er nýr og spennandi áningarstaður fyrir þá sem elska götubitamenningu
Þessa dagana blómstra mathallir á höfuðborgarsvæðinu og njóta mikilla vinsælda. Ný mathöll, Borg29, sem er til húsa í Borgartúni 29 bættist við flóruna í febrúar á þessu ári og hefur hlotið góðar viðtökur. Þar er að finna níu veitingastaði sem eru hver öðrum betri og sælkerar geta notið þess að gleðja augað og bragðlaukana.
Sjöfn Þórðar heimsækir Borg29 og hittir einn af eigendum Mathallarinnar, Björn Braga Arnarson og annan hönnuðinn á mathöllinni Hafsteinn Júlíusson frá HAF STUDIO en hönnunin var í höndum HAF STUDIO sem er í eigu Karitasar Sveinsdóttur og Hafsteins og fær innsýn í hönnun mathallarinnar.
Listrænt og fallegt heimili Laufeyjar er fullt af orku
Það má með sanni segja að flest heimili lýsi vel þeim sem þar búa og áhugavert að sjá hvernig persónuleiki heimilisfólksins getur skinið í gegn. Sjöfn Þórðar heimsækir Laufeyju Arnalds Johansen myndlistakonu og fagurkera á heimilið hennar í þættinum Matur og Heimili. Laufey hefur búið sér fallegt heimili í Garðabænum í fallegu umhverfi. Heimili Laufeyjar er eitt af þeim heimilum sem lýsir þeim sem þar búa vel.