Heimili
Mánudagur 28. júní 2021
Forsíða

Sumarlegir og gómsætir sælkera veganborgarar fyrir alla

Sumarið er tíminn fyrir grillið og það er gaman að geta boðið uppá fjölbreytt úrval af grilluðum kræsingum. Það þarf ekki alltaf að vera kjöt og hægt er að fá sér sælkeraborgara án kjöts. Hér er ein hugmynd af slíkum úr smiðju Berglindar Hreiðars sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar sem hentar öllum, hvort sem þeir eru vegan eða ekki.

Föstudagur 25. júní 2021
Forsíða

Stemning og stuð í sumar með Omnom S´mores

Í tilefni íslenska ferðasumarsins og stemningunni sem er í loftið hefur Omnom föndrað saman Omnom S´mores Kit til lífga uppá grillstemninguna og kveikja í súkkulaðiástinni í útilegunni.

„Okkur langaði að færa íslenskum ferðalöngum smá bandaríska útilegumenningu beint í æð. Við föndruðum því saman smá “S´mores Kit” til þess að hjálpa Íslendingum að taka útilegustemninguna hér landi upp á næsta stig,“segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom.

Forsíða

Nýjar kryddblöndur sem toppa tilveruna í matarmenningunni

Á dögunum leit dagsins ljós ný lína af sérblönduðum kryddblöndum frá Kryddhúsinu sem hafa vakið athygli fyrir brögð og áferð. Góð krydd gera gæfumunninn þegar eldað er og toppa máltíðina með framandi brögðum sem kitla bragðlaukana. Hjón Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham eiga og reka Kryddhúsið og eiga heiðurinn af þessum hágæða kryddblöndum.

Fimmtudagur 24. júní 2021
Forsíða

10 ára afmæli Grillmarkaðarins fagnað með pomp og prakt

Hinn margrómaði og einn vinsælasti veit­ingastaður lands­ins, Grill­markaður­inn, fagnar tíu ára af­mæli um þess­a dagana og af því til­efni er slegið upp veg­legri veislu alla vik­una með skemmti­leg­um uppá­kom­um með matarupplifun og gleði.

Forsíða

Pikknikk fyrir sælkera í ferðalagið

Nú er tími ferðalaganna hafinn og ekkert skemmtilegra en að taka með pikknikk körfuna fulla af kræsingum og ljúfmeti. Hildur Ingimars matar- og lífstílsbloggari hjá Trendnet töfraði fram þessar ljúffengu tortillarúllur sem eru frábærar fyrir lautarferðina eða sem nesti á ferðalögum sumarsins. Auk þess stingur hún uppá sætu kræsingum, berjum með súkkulaði sem toppa pikknikk stoppið.

Þriðjudagur 22. júní 2021
Forsíða

Matur og munúð í Narfeyrarstofu

Í hjarta Stykkishólms á Snæfellsnesi er að finna sælkera veitingastaðinn Narfeyrarstofu í reisulegu og fallegu húsi með sál. Matreiðslumeistarinn Sæþór H. Þorbergsson og konan hans Steinunn Helgadóttir framkvæmda- og veitingastjóri Narfeyrarstofu eru eigendur og rekstraðailar staðarins og fögnuðu tuttugu ára afmæli staðarins í júní byrjun. Narfeyrarstofa er elsti veitingastaður Stykkishólms og má með sanni segja að staðurinn hafi elst vel. Hjónin leggja metnað sinn í að bjóða mat sem gerður er frá grunni á staðnum með áherslu á gæða hráefni úr sjó, Breiðafirðinum, og sveitunum í kring. Sjöfn Þórðar heimsækir hjónin á Narfeyrarstofu og kynnist hjónunum og sögunni bak við staðinn þeirra sem er sannkallað augnakonfekt og áherslum í matargerðinni í þættinum Matur og Heimili í kvöld.

Forsíða

Skerið við höfnina þar sem sælkerahjartað slær

Ólafsvík er einstaklega fallegt bæjarstæði á Snæfellsnesi þar sem jökulinn ber við loft. Í bænum er öflugt mannlíf og blómstrandi matar – og menningarlíf. Í miðju bæjarins, við aðalgötuna Ólafsbraut er að finna hinn margrómaða veitingastað Skerið. Það er ung fjölskylda sem á og rekur veitingastaðinn, Lilja Hrund Jóhannsdóttir matreiðslumaður og fjölskyldan hennar standa þar vaktina og töfra fram dýrindis sælkera veitingar í fallegu umhverfi við höfnina. Skerið hefur sterka skírskotun við hafið og sjávarfangið sem þar er að finna.

Mánudagur 21. júní 2021
Forsíða

Mögulega besta túnfisksalatið í bænum

Margir halda mikið uppá túnfisksalat og það er hægt er að laga það með mörgum útfærslum. Hver með sínu nefi og brögðin geta verið margvísleg. Þetta tryllta túnfisksalat er að finna í smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar og er að gera allt vitlaust þessa dagana.

„Á dögunum var mér sagt frá þessari frábæru hugmynd af túnfisksalati með eplum. Það var hún Dröfn hjá Hvíta húsinu sem sagði mér að tengdamamma sín gerði stundum svona salat og ég hreinlega gat ekki beðið með að prófa svona útfærslu. Ekki hefði mér dottið í hug að epli gæti komið svona hrikalega vel út í salati svo nú verður þetta nýja uppáhaldið mitt, það er alveg á hreinu,“segir Berglind sem er alveg að missa sig yfir bragðinu sem kemur með eplunum. Hér kemur uppskriftin sem mun gleðja bragðlaukana.

Fimmtudagur 17. júní 2021
Forsíða

Lay Low stígur á stokk í fyrsta skipti í Grindavík í kvöld – 17.júní

Við viljum halda í þann anda sem var hérna áður fyrr. Næstu tónleikar eru í dag 17.júní en Lay Low mun stíga á stokk og syngja fyrir matargesti.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Lay Low spilar í Grindavík og það er óhætt að segja að hér er um að ræða einstakt tækifæri til að koma og hlusta á þessa frábæru listakonu og njóta sælkera matar um leið í tilefni dagsins.

Forsíða

Bjóða uppá súkkulaðiferðalag fyrir súkkulaðiunnendur og sælkera í Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls hefur löngum verið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð og dýrindis matargerð, enda er svæðið ríkt af hágæða hráefnum til matargerðar. Svo kemur líka súkkulaði til sögunnar úr súkkulaðigerð Omnom sem á sér enga líka.