Lavender olía gegn lúsmýinu
Lúsmýið fer um eins og eldur í sinnu í flestum landshlutum þessa dagana og margir leita logandi ljósi af einhverju serm fælir lýsmýið frá. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er lúsmý lítt hrifið af Lavender hverju svo sem það sætir og eru verslanir því farnar að bjóða upp á lavenderlausnir við lúsmýi. Lavender olían er farin að rjúka út úr verslunum og apótekum þessa dagana og allt gert til að minnka skaðann af bitunum frá lúsmýinu.
Vatnsflöskur þar sem fagurfræðin og notagildið er í forgrunni
Þessar fallegu vatnsflöskur eru frá danska hönnuðinum Fredrik Bagger og hafa slegið í gegn. Þær passa afar vel í ísskápshurðina og eru með stóru opi svo auðvelt er að koma ávöxtum og klökum ofan í hana. Hægt er að fá vatnsflöskuna í tveimur stærðum og fjórum litum, hver öðrum fallegri. Þær fást bæði í 1 líters stærð og ½ líters stærð.
Rækjutaco sem tryllir bragðlaukana
Taco er með vinsælustu réttunum sem boðið er uppá þessa dagana og hægt er að leika sér með brögð og hráefni sem gleðja bragðlaukana. Hér er á ferðinni sumarlegt og bráðhollt taco sem tryllir bragðlaukana með kóríandersósunni sem toppar réttinn úr smiðju Berglindar Hreiðars.
Sumarlegur mangó þeytingur kemur þér í sólargírinn
Sumarlegir drykkir geta komið með sumarskapið og hér er einn ótrúlega ljúffengur og minnir á sólskin úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur okkar ástsæla matar- og sælkerabloggara sem heldur úti síðunni Gulur, rauður, grænn og salt.
Kampavínsveggurinn það heitasta í dag
Sumrin eru tími garðanna og pallanna og margir vilja bæta við nýjungum í garðana sína sem veita gleði og ánægju. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat hefur nógu að snúast í hönnun garða þessa dagana og er okkar sá hugmyndaríkasti þegar kemur að nýjungum fyrir garðinn.
„Við hjá Urban Beat erum alltaf að leita að nýjungum fyrir garðinn. Skemmtilegasta nýjungin okkar þessa dagana er kampavínsveggurinn. Við höfum verið að þróa þetta mannvirki síðustu árin og nú er enginn garður án kampavínsveggs,“ segir Björn og hefur aldrei haft meira að gera í kampavínsveggjagerð.
Hið margrómaða kaffihús Gilbakki heillar
Gilbakki er einstaklega hlýlegt og fallegt kaffihús á Hellissandi þar sem húsmóðirin Anna Þóra Böðvarsdóttir tekur á móti gestum ásamt starfsstúlkum sínum með hlýleika og ást. Þegar gestirnir koma inn líður þeim eins og þeir séu komnir heim í stofu í heimahúsi en Anna Þóra er eigandinn að Gilbakka og húsmóðirin eins og hún segir sjálf. Húsið stendur eitt og sér, við þjóðveginn, reisulegt og fangar augað frá götunni. Sjöfn Þórðar heimsækir Önnu Þóru og fær að heyra söguna bak við kaffihúsið sem er sannkallað augnakonfekt, hönnuninni og sérstöðu þess í þættinum Matur og Heimili í kvöld.
Krúndjásnið á Hellissandi í túnfætinum við jökulinn
Unga parið Gils Þorri Sigurðsson og Aníta Rut Aðalbjargardóttir eiga og reka veitingastaðinn Viðvík og leggja allan sinn metnað og ást í staðinn. Gils Þorri er menntaður matreiðslumaður og útskrifaðist með sveinspróf frá Gallery Restaurant á Hótel Holt árið 2014 og Aníta Rut er viðskiptafræðingur. Þau eru einstaklega samheldin og láta drauma sína rætast með framkvæmdagleðinni og ástinni. Sjöfn Þórðar heimsækir unga parið á Viðvík og fær innsýn í tilurð staðarins, matreiðsluna og fær jafnframt að skyggnast inn í eldhúsið þar sem leyndardómar matreiðslumannsins fara fram í þættinum Matur og Heimili í kvöld.