Tvennt sem ekki má gleyma að hreinsa inná baðherberginu
Mikivægt er að halda baðherberginu hreinu og snyrtilegu til að forðast sveppi, mylgu og ýmsar bakteríur og ekki síst til hafa góðan ilm.
Það er í raun nauðsynlegt að þrífa baðherbergið vel vikulega og hef umgengin er góð dags daglega þarf ekki að vera tímafrekt að þrífa það vikulega. Það er eitt sem margir gleyma að þrífa vikulega en er lykilatriði að þrífa.
Svalandi sumardrykkur sem tekur bragðlaukana á flug
Það er um að gera að njóta um verslunarmannahelgina í góðra vina hópi og prófa nýja sumarkokteila og leika sér með brögð. Hér kemur Frozé kokteill með skemmtilegri útfærslu fyrir þá sem elska lakkrís og jarðarber í bland úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem er iðin að prófa ný brögð og bjóða bragðlaukunum uppá nýjar upplifanir. Þessi blanda er tilvalin fyrir þá sem elska lakkrís og jarðaber, það má segja að þessi sé fullkomin fyrir lakkrísaðdáendur.„Ég mæli með því að þið prófið þennan sumarlega drykk á komandi sólardögum,“segir Berglind sem segir að lakkrís og jarðaber sé ein uppáhalds blanda sín.
Seiðandi saltimbocca að hætti Ítala sem rífur í
Ítalskur sælkeramatur hefur ávallt verið í hávegum hafður hjá okkur Íslendingum og bræðir bragðlauka matgæðinga. Berglind okkar Guðmundsdóttir köku-og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gulur, rauður, grænn og salt hefur verið iðin að heimsækja Ítalíu og er hughrifin af matargerð þeirra. Einn þeirra rétta sem Ítalir gera er Saltimbocca og er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi. Hér deilir hún með okkur sælkera uppskrift þar sem kjúklingabringur og parmaskinka eru í aðalhlutverki.
Stórglæsilegur og nýstárlegur veitingastaður í hjarta miðbæjarins
Héðinn Kitchen & Bar er nýr veitingastaður & bar í 101 Reykjavík, í endurhönnuðu húsnæði sem áður var stálsmiðjan Héðinn. Staðurinn opnaði 17. júní síðastliðinn með pomp og prakt. Húsnæðið var nýlega endurhannað að fullu og þessu stóra og sögufræga húsnæði var breytt í hótel, veitingastað, kaffihús og bar. Hönnunarfyrirtækið I AM LONDON sá um að breyta þessari fyrrum stálsmiðju í stórglæsilegt rými sem tekið er eftir og mun bæta matar- og menningarflóruna út á Granda. Í framlínu veitingastaðarins Héðinn eru stofnendurnir og félagarnir Karl Viggó Vigfússon og Elías Guðmundsson sem báðir eru alvanir veitingamenn.
„Ég og Viggó erum æskuvinir og síðustu fjögur, fimm árin höfum við verið að leita okkur af verkefni til að fara í saman. Við höfum skoðað nánast öll veitinga verkefni í Reykjavík en ekki fundið fyrir nógu miklu öryggi til að fara á fullu í þau. Ég á að baki Gló, Brauð & Co og Himneskt svo eitthvað sé upp talið og Viggó er einn af stofnendum Omnom, Skúbb ísgerðinni og Blackbox Pizza. Viggó kemur úr „finde dine“ heiminum og var meðal annars framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins ásamt því að keppa með þeim,“segir Elías og horfir björtu augum til framtíðarinnar í veitingarekstrinum.
Með sól í hjarta súkkulaðikakan sem enginn stenst
Í byrjun sumars heimsótti Sjöfn Þórðar Hótel Flatey í þætti sínum Matur og Heimili. Þar var dekra við gesti í mat og drykk og má með sanni segja að matur og munúð væri aðalmerki kokksins og bakarans. Þeir töfruðu fram kræsingarnar sem bæði glöddu auga og munn. Eftirrétturinn sem borinn var fram eitt kvöldið vakti mikla gleði allra viðstaddra og bragðlaukarnir fóru á flug. Þetta var einstaklega góð kaka sem ber heitið Með sól í hjarta og má með segja að hún beri nafn með rentu.