Heimili
Þriðjudagur 24. ágúst 2021
Forsíða

Fluttu í sveitina og einfölduðu líf sitt

Margir eiga sér þann draum að eiga sumarhús og njóta úti í náttúrunni. Sveitaloftið og náttúran dregur að og allt verður einhvern veginn afslappaðra. Hjónin Brynja Dadda Sverrisdóttir og Hafþór Bjarnason eru ein af þeim sem létu draum sinn rætast árið 2014 þegar þau keyptu lóð fyrir sumarhús í Norðurnesi í Kjós. Þau hönnuðu og smíðuðu sitt eigið sumarhús með aðstoð góðra manna og tveimur árum síðar, árið 2016 var húsið risið. Í fyrrasumar heimsótti Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili, Brynju Döddu og Hafþór í Kjósina í sumarhúsið þeirra sem ber nafnið Móberg. Sjöfn fékk þar að skyggnast inn í sumarhúsið og fylgjast með öllu því sem þau höfðu tekið sér fyrir hendur í Móberginu, uppbyggingunni, ræktuninni og sköpuninni. Nú rúmu ári síðar er sumarhúsið, Móbergið, orðið heimili þeirra en þau ákváðu að selja eign sína á höfuðborgarasvæðinu og flytja alfarið í sveitina, í Móbergið, þar sem þeim líður best og huga mun meira að sjálfbærni og lífrænni ræktun en nokkru sinni fyrr.

Forsíða

Draumagarðurinn reis upp á þremur vikum

Þegar kemur að því að hanna draumagarðinn er enginn betur til þess fallinn en Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat. Sérhæfing hjá Urban Beat liggur í garðahönnun og hefur Björn verið að hanna garða síðan á síðustu öld og er eini landslagsarkitektinn sem hefur gefið sig algjörlega að slíkum verkefnum. Björn er jafnframt í góðu samstarfi við Eirík Garðar Einarsson hjá Garðaþjónustunni þegar kemur að framkvæmdinni sjálfri til að láta draumagarðinn verða að veruleika eftir hönnun Björns. Sjöfn Þórðar hefur verið að fylgjast með framkvæmdum þeirra félaga í sumar í þættinum Matur og Heimili og fær nú að sjá nýjasta verk þeirra.

Mánudagur 23. ágúst 2021
Forsíða

Töfraráð fyrir skurðarbrettin

Hver kannast ekki við það erfiða verkefni að þrífa skurðarbretti, sérstaklega þau sem eru úr við. Vökvi og ýmis óhreinindi eiga það til að safnast saman ofan í skurðunum sem í þeim myndast og því oftar en ekki erfiðis vinna að hreinsa þau. Vinnan þarf þó ekki að vera svo erfið.

Föstudagur 20. ágúst 2021
Forsíða

Tryllingslega ljúffengar Lútmílur sem allir sælkerar munu elska

Það vita kannski ekki allir hvað Lútmílur eru en þetta eru ostafylltar kartöflur sem eru grillaðar og eru algjört sælgæti. Nú er uppskerutíminn og ekkert betra en að fá nýjar kartöflur og leika sér með þær á grillinu með alls konar góðgæti. Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessari uppskrift og hefur notið þess að snæða Lútmílur í sumar.

Fimmtudagur 19. ágúst 2021
Forsíða

Dásamleg holl möndlukókós smyrja með döðlum

Nú eru skólarnir að hefjast og hefðbundin rútína að fara í gang á flestum heimilum. Margir byrja aftur í ræktinni og stunda reglubundna hreyfingu og ekki síst að taka matræðið í gegn eftir vellystingarnar og grillveislurnar í sumar. Þá er gott að eiga uppskriftir af hollu og góðum réttum sem bragð er af. María Gomez lífsstíls- og matarbloggari með meiru hefur hér töfrað fram holla og ljúffenga möndlukókós smyrju með döðlum sem bragð er af. Einfalt er að útbúa hana og svo er hægt að taka smyrjuna með hvert sem er, í skólann, vinnuna eða hvert sem er og nýta hana sem holla aukabitann til dæmis með epla- eða perusneiðum.

Þriðjudagur 17. ágúst 2021
Forsíða

Húsin í Flatey eiga sér litríka og mikla sögu

Ný sería af þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar hefur göngu sína í kvöld eftir sumarfrí. Í tilefni þess heimsækir Sjöfn náttúruperluna Flatey á Breiðafirði og fær að skyggnast inn í eitt húsanna en öll húsin eru í einkaeigu og híbýlin bera nafn og eiga sér sögu. Í dag eru húsin eru notuð sem sumarhús og iðar því eyjan full af mannlífi á sumrin.

Sunnudagur 15. ágúst 2021
Forsíða

Himnesk sítrónukladdkaka með smá tvisti sem þið verðið að prófa

Þessa himnesku sítrónukladdköku er upplagt að baka og bjóða í eftirrétt þegar mikið tilstand er aðalréttinn eða bara til bjóða uppá með helgarkaffinu. Hún er sáraeinföld í bakstri og ekki það þarf mikið hráefni í baksturinn. Baksturinn tekur örskamma stund og svo er hún svo ljúffeng. Fersk og létt undir tönn þar sem sítrusávöxturinn nýtur sín til fulls til móts við brómberin. Þessa verðið þið að prófa.