Heimili
Mánudagur 6. september 2021
Laugardagur 4. september 2021
Forsíða

Tveir heimar mætast með sitt besta útspil inn á heimilið

Spennandi hlutir að gerast á næstunni en í október kemur glæný lína frá IKEA sem er sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara. Línan inniheldur fjölbreytt vinnuvistvæn húsgögn og hagnýta aukahluti sem hannaðir eru til að gera leikvöllinn betri á sama tíma og hann passar inn á heimilið þitt. Línan er hönnuð í samstarfi við Republic of Gamers, ROG, og er gerð til að auðvelda þér að útbúa draumaaðstöðu með toppsætinu.

Fimmtudagur 2. september 2021
Forsíða

Hægeldað naut í rauðvínssósu sem sprengir allan skalann

Haustinu fylgir nýr ilmur og brögð úr eldhúsinu og ekkert betra en hægeldaður pottréttur sem hlýjar. Eldamennskan breytist einhvern vegin eins og haustlitirnir og nýir víddir opnast í sköpunargleðinni. Berglind okkar Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru er komin í haustgírinn í eldhúsinu og bauð fjölskyldunni uppá þennan dýrinds pottrétt, hægeldað naut í rauðvínssósu sem hreinlega sprengir allan skalann með gamaldags kartöflumús.

Þriðjudagur 31. ágúst 2021
Forsíða

Leyndardómarnir í smurbrauðs- og matargerðinni á Matkránni

Matarflóran blómstrar sem aldrei fyrr víðs vegar um landið og í Hveragerði er að finna huggulegt veitingahús þar sem smurbrauðið fer með aðalhlutverkið ásamt girnilegum aðalréttum og eftirréttum. Hér um að ræða veitingastaðinn Matkrána sem er í eigu tveggja reynslumikilla veitingamanna þeirra Guðmundar Guðjónssonar og Jakobs Jakobssonar sem stofnuðu og ráku hið virta og margrómaða veitingahús Jómfrúna í Reykjavík í um það bil tuttugu ár í miklum blóma.

Sjöfn Þórðar heimsækir Guðmund og Jakob á Matkránna og fær innsýn í það sem þeir eru að gera á Matkránni. Þeir Guðmundur og Jakob eru fluttir í sveitina og njóta þess að nýta afurðir og uppskeru úr nærumhverfinu í matargerð sína og bakstur. Þeir seldu Jómfrúnna fyrir nokkrum árum og eftir fjögurra ára hlé í veitingabransanum, sumarið 2019, ákváðu þeir að byrja að nýju með því að innrétta og hanna veitingahús, Matkrána í hjarta blómabæjarins Hveragerðis.

Forsíða

Matar- og menningarlífið blómstrar í Tryggvaskála sem aldrei fyrr

Tryggvaskáli er elsta hús Selfoss og er saga þess samofin bænum hvort sem litið er til sögu hans eða umhverfis og er hann kennileiti fyrir bæjarstæði. Skálinn var reistur árið 1890 sem skáli fyrir brúarsmíðina fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar og er við hann kenndur. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili. Húsið var fyrst stækkað með viðbyggingu árið 1902 og síðan hefur margoft verið byggt við Tryggvaskála, síðast árið 1934. Það er því ánægjulegt að sjá að 120 árum síðar er enn veitingarekstur í skálanum og matar- og menningarlífið blómstrar í Tryggvaskála sem aldrei fyrr. Þeir Tómas Þóroddsson veitingamaður og Ívar Þór Elíasson matreiðslumaður tóku við rekstri skálans ásamt Margréti Rán Guðjónsdóttur, í maí síðastliðnum. Sjöfn heimsækir þá félaga og fær söguna bak við tilurð þess þeir ákváðu að fara í þennan rekstur saman og tækifærin sem þeir sjá í rekstrinum.

Mánudagur 30. ágúst 2021
Forsíða

Heitasta heimilistækið í dag

Heitasta heimilistækið í dag Roborock S7 ryksuguvélmenni rýkur út eins og heitar lummur og hefur aldrei verið vinsælla. Roborock ryksuguvélmennið sér um heimilið fyrir þig með mörgum snjöllum eiginleikum eins og Adaptive Mapping tækni sem sér til þess að ryksugan reikni út bestu leiðina til þess að fara um húsið þitt eða íbúð til að hámarka nýtni ryksugunnar.

Þú getur sett hana hafa stað þegar þú ferð í vinnuna og svo verður hún búin að ryksuga og moppa gólfin þegar þú kemur heim. Hún er haldin þeim eiginleikum að ryksuga og moppa sem er tær snilld og hentar íslenskum nútíma heimilum vel.

Laugardagur 28. ágúst 2021
Forsíða

Unaðslega góð smjördeigshorn og ostastangir sem allir umla yfir

Þegar góða gesti ber að garði er ákaflega gaman að bjóða uppá spennandi smárétti sem ekki tekur langan tíma að útbúa og bragðast vel. Það þarf ekki alltaf að vera flókið. Hér erum við komin með tvær gómsætar uppskriftir af góðum munnbitum sem koma úr smiðju Maríu Gomez matar- og lífsstílsbloggara með meiru sem heldur úti síðunni paz.is Hér er um að ræða ómótstæðilega ljúffeng pestó fyllt míní smjördeigshorn og parmesan ostastangir til að dýfa út í hummus. Hornin fyllir María með hinu rómaða Fjallkonumær pesto frá pesto.is en það er hennar allra uppáhaldspestó og ekki með þessu yfirþyrmandi bragði sem henni finnst oft vera af grænu pestói.