Heimili
Föstudagur 17. september 2021
Forsíða

Heitt og ljúffengt Karamellu Chai sem gleður

Nú þegar haustlægðirnar eru farnar að herja á landið er ekki seinna að vænna en byrja fá sér heita og ljúffenga drykki. Margir fá sér heitt súkkulaði til að njóta en það er líka hægt að fá sér fleiri sælkeradrykki sem gleðja sælkerahjartað. Berglind Hreiðars okkar hjá Gotterí og gersemar er lumar hér á einum sem hún var að prófa í fyrsta skipti og gladdi hennar hjarta ólýsanlega mikið.

Þriðjudagur 14. september 2021
Forsíða

Leyndardómarnir í eldhúsinu á 20&SJÖ Mathús & Bar

Matur er manns megin er orð að sönnu og matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikin fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. 20&SJÖ Mathús & bar er einn þeirra veitingastaða sem hefur vakið mikla athygli og komið skemmtilega á óvart með einstakri matargerð og hefðum. Veitingastaðurinn er staðsettur í Víkurhvarfi í Vatnsendahverfinu í Kópavogi þar sem við blasir himneskt útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla.

Forsíða

Hulunni svipt af einum draumagarðinum með öllu

Í vor í þættinum Matur og Heimili fór Sjöfn Þórðar í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekt hjá Urban Beat og framkvæmdin á verkinu í höndum Garðaþjónustunnar. Allir garðarnir þrír eru draumagarðar eigenda sinna og það má með sanni segja að enginn sé betur til þess fallinn að hanna draumagarðinn í samráði við eigendur enn einmitt Björn. Nú er komið að því að sýna afrakstur sumarsins á draumagarðinum númer tvö í röðinni og hittir Sjöfn, þá félaga, Björn landslagsarkitekt og Hörð Lúthersson verkstjóra hjá Garðaþjónustunni í garðinum og fær að sjá útkomuna.

Mánudagur 13. september 2021
Forsíða

Vissir þú þetta um avókadó?

Avókadó er mjög vinsæll ávöxtur í dag og hægt er að leika sér með hann í matargerð með fisk og kjöti og nýta hann ofan á brauð eða í ýmsi konar salat- og eggjarétti. Margir setja avókadó í booztinn sinn. Einnig er avókadó undirstaðan í guaqamole og svo er það bara ótrúlega gott eitt og sér.

Laugardagur 11. september 2021
Miðvikudagur 8. september 2021
Forsíða

Ekta Canneloni sem fjölskyldan elskar

Pastaréttir eru ekta fjölskylduréttir og eiga vel við þegar haustið og hefðbundin rútína er um garð gengin. Það skemmtilega við pastarétti er að það er hægt að útfæra þá með ýmsum hætti. Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar er iðin að útbúa sælkerarétti fyrir fjölskylduna og hér er hún með eina útfærsluna af ljúffengum Canneloni pastarétti sem steinliggur.
Þriðjudagur 7. september 2021
Forsíða

Hinrik og Viktor grilla hina fullkomnu steik – truffluð alla leið

Alla langar til að geta framreitt hina fullkomnu steik á grillinu og enn skemmtilegra að geta framreitt gómsætt meðlæti sem toppar máltíðina. Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson eru margverðlaunaðir matreiðslumenn sem eiga og reka Sælkerabúðina eru liprir á grillinu og luma á töfraráðum þegar kemur að því að grilla. Þeir félagar gáfu til að mynda út bókina GRILL í sumar. Sjöfn heimsækir þá félaga á pallinn og fær þá til að gefa góð ráð fyrir grill- og eldunaraðferðir og töfra fram hina fullkomnu steik ásamt meðlæti sem enginn stenst.

Forsíða

Metnaðarfullur garður með öllum helstu nútímaþægindum

Í vor fór Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu og framkvæmdir rétt að hefjast eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekts hjá Urban Beat og framkvæmdin í umsjón hjá Garðaþjónustunni. Í kvöld fáum við að sjá afrakstur sumarsins og útkomuna á fyrsta garðinum af þremur. Sjöfn hittir þá Björn Jóhannssson og Hörð Lúthersson verkstjóra hjá Garðaþjónustunni og fær að sjá einn af draumagörðunum sem hannaður var í samráði við eigendur og óskir þeirra.