Heimili
Sunnudagur 10. október 2021
Forsíða

Jólaóróinn í ár er stjarnan sem skín

Jólaóróinn frá George Jensen í ár er kominn í verslanir og er hannaður af Sanne Lund Traberg. Í ár er það gull stjarnan sem skín, falleg lögun og fangar augað. Óróanum fylgir bæði sérstakur ljósblár borði ásamt klassíska rauða borðanum sem ávallt hefur verið til staðar og flaggar ártali hvers óróa.

Föstudagur 8. október 2021
Þriðjudagur 5. október 2021
Forsíða

Létu drauminn rætast og Hommahöllin varð að veruleika

Sögufræga stórhýsið í Neskaupstað, Sigfúsarhús, sem er næst elsta húsið í Norðfirði hefur fengið nýtt hlutverk og búið er að gera það upp með stórglæsilegri útkomu. Hákon Hildibrand frumkvöðull, menningarfrömuður og dragdrottning og eiginmaðurinn hans Hafsteinn Hafsteinsson listamaður og rithöfundur áttu sér lengi þann draum að stofna hinsegin listamannaaðsetur og sameina þar með sín störf og áhugasvið ásamt því að skapa sér heilsárs atvinnu í Neskaupstað.

Sunnudagur 3. október 2021
Forsíða

Ekta wasabi smjör sem enginn stenst

Alvöru sælkerar elska að njóta matar með íslensku smjöri sem bragð er af. En betra ef smjör er bragðbætt með sælkera kræsingum sem toppa máltíðina. Hér erum við komin með uppskrift af ekta wasabi smjöri sem enginn stenst. Í smjörið er notað ekta íslenskt wasabi sem ræktað er á Íslandi Austur á Héraði af Nordic Wasabi.

Föstudagur 1. október 2021
Forsíða

Risotto með Cheddar-osti sem bræðir sælkerahjartað

Þessi ljúffengi réttur er fyrstur í heilögu þrenningu eldhúsdrottningarinnar Nigellu. Nigella segir að það sé eitthvað við bráðinn ost sem gleður líkama og sál og hér nær hún sælkerahjartanu á hæstu hæðir.

Þriðjudagur 28. september 2021
Forsíða

Ekta wasabi sem bragð er af ræktað á Íslandi

Það eru kannski ekki allir sem vita að á Íslandi er alvöru wasabi ræktað sem á uppruna sinn að rekja til Japans. Sjöfn Þórðar heimsækir Ragnar Atla Tómasson frumkvöðul í Fellabæ Austur á héraði en hann er eigandi Nordic Wasabi og er með stærðarinnar hátækni gróðurhús þar í bæ, þar sem ræktunin fer fram og umfangið hefur vaxið hratt. Megin­áhersla að sögn Ragnars Atla er að rækta og fram­leiða hreina vöru með hreinu íslensku vatni og end­ur­nýt­an­leg­um orku­gjöf­um.

Forsíða

Matarástríðan blómstrar á Nielsen veitingahúsinu

Í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 stendur elsta hús bæjarins, frá árinu 1944, sem nýlega hefur verið uppgert af ungu pari, þeim Sólveigu Eddu Bjarnadóttur og Kára Þorsteinssyni sem létu draum sinn rætast að opna veitingastað Austur á Héraði fyrir liðlega tveimur árum. Húsið var teiknað og byggt af Dananum Oswald Nielsen árið 1944 og hefur því oftast verið kallað Nielsenshús af heimamönnum og ákváðu því Sólveig og Kári að halda nafninu og ber staðurinn þeirra því nafnið Nielsen veitingahúsið.