Heimili
Þriðjudagur 26. október 2021
Forsíða

Glæsileg híbýli með stórbrotnu útsýni sem á sér engan líka

Náttúruperlan Vestmannaeyjar hefur uppá fjölmargt að bjóða hvort sem um er að ræða afþreyingu, matarupplifanir eða fallega staði sem fanga augað. Hjónin Kristján Gunnar Ríkharðsson og Margréti Skúladóttur Sigurz kynntust Vestmannaeyjum vel þegar þau fylgdu börnunum sínum eftir í keppnisferðum gegnum íþróttaiðkun ár eftir ár og heilluðust svo mikið að úr varð að Kristján keypti þar hús á einum fallegasta útsýnisstað eyjunnar.

Forsíða

Strangheiðarleg matargerð og skapandi umhverfi á GOTT

Í hjarta miðbæjarins í Vestmannaeyjum er veitingahúsið GOTT sem er þekkt fyrir að vera heilsusamlegt og skapandi veitingahús fyrir alla fjölskylduna. Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason fyrrum landsliðskokkur og matreiðslumeistari eiga og reka veitingastaðinn GOTT þar sem ástríðan í matargerðinni og þjónustulundin ræður ríkjum. Sjöfn heimsækir Sigurð á Gott og fræðist frekar um tilurð staðarins, áherslur þeirra í matargerðinni og lífið í Eyjum.

Mánudagur 25. október 2021
Forsíða

Fersk köngulóar-salsasósa í hrekkjavökupartýið

Nú styttist óðfluga í hrekkjavökuna en hún framundan 31.október næstkomandi og æ fleiri taka þátt í hrekkjavökunni hér á landi. Margir eru þessa dagana að undirbúa hrekkjavökupartý og þá er gaman að bjóða uppá spennandi og hræðilegar kræsingar.

Laugardagur 23. október 2021
Forsíða

Íslenski Kjötsúpudagurinn er í dag

Í dag er fyrsti vetrardagur og líka íslenski Kjötsúpudagurinn en hann hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2002 á Skólavörðustígnum.

Þriðjudagur 19. október 2021
Forsíða

Stórglæsilegur og nýstárlegur veitingastaður í gamalli stálsmiðju

Í hjarta miðborgarinnar út við Granda er nýr og glæsilegur veitingastaður, Héðinn Kitchen & Bar, í endurhönnuðu húsnæði sem áður var stálsmiðjan Héðinn. Staðurinn opnaði í sumar með pomp og prakt og hefur notið mikill vinsælda síðan. Sjöfn heimsækir stofnendur og eigendur staðarins, æskuvinina, Elías Guðmundsson og Karl Viggó Vigfússon sem báðir eru alvanir veitingamenn og fær að heyra forsöguna um tilurð staðarins, hönnunina og sérstöðu matargerðarinnar.

Föstudagur 15. október 2021
Forsíða

Einföld skúffukaka í hrekkjavökubúningi

Skúffukaka er sú tegund köku sem flestir kunna vel að meta og er klassísk þegar að köku kemur. Nú styttist óðum í hrekkjavökuna en hún verður sunnudaginn 31.október næstkomandi. Þá er gaman að gleðja börnin með kökum skreytum í anda hrekkjavökunnar. Hér er Berglind Hreiðars, einn af okkar vinsælustu matar- og kökubloggurum landsins, búin að setja einfalda skúffuköku í hrekkjavökubúning.

Þriðjudagur 12. október 2021
Forsíða

Leyndardóma sveppanna er að finna á Flúðum

Flúðasveppir er eina sveppabú landsins og ræktar um 600 tonn af úrvals sveppum árlega landsmönnum til mikillar gleði. Sjöfn Þórðar heimsækir dugnaðarforkinn og gleðigjafann Ragnheiði Georgsdóttir markaðsstjóra Flúðasveppa og fær að njóta hennar einstöku visku og gestrisni á Flúðum þar sem sveppirnir verða til.

Forsíða

Súkkulaði og humar fyrir ástríðufulla matgæðinga

Reykholti á Suðurlandi er eitt blómlegasta garðyrkjuþorp landsins. Þar er að finna stórar garðyrkjustöðvar sem rækta grænmeti, blóm, ber og runna sem og veitingastaðinn Mika sem lætur lítið fyrir sér fara en þar má finna einstaka matargerð, til að mynda humar og súkkulaði sem mætast með óvæntri útkomu og er hrein sælkeraferð fyrir bragðlaukana.