Heimagert tannkrem er að ryðja sér til rúms í nokkrum mæli, en afskaplega einfalt er að búa það til heima við á eldhúsborðinu sem er eiginlega jafn mikill kostur og sá sem lítur að innihaldinu, en það er nefnilega aukaefnalaust.
Það eina sem fólk þarf að hafa í huga er að hafa þolinmæðina til að hræra efnin saman, en hér kemur annars þessi einfalda uppskrift að heilsusamlegu tannkremi; 2 matskeiðar kókosolía, 6 matskeiðar matarsódi, 10 dropar ilmkjarnaolía og svo hálf teskeið fínt salt. Sumir bæta við eilitlu af stevíudropum til að gera efnið aðeins sætara, en það er matsatriði. Einnig vilja sumir piparmyntutýpu af ilmkjarnaolíunni á meðan aðrir kjósa gerðina tea tree sem er bakteríudrepandi.
Upplagt er að geyma þetta bragðgóða og frísklega tannkrem í lokaðri krukku - og vel að merkja; það er náttúrlegt og laust við öll eitur- og aukaefni sem er nú ekki ónýtt fyrir sjálfan munninn okkar tennurnar allar.