Heilsuráð: gulrótarsafi er málið

Alls konar ávaxta- og grænmetissafar hafa verið að ryðja sér til rúms á borðum landsmanna á undanförnum misserum og má í raun og sann líkja breytingunni við ákveðna heilsubyltingu. Fer þar saman hollusta drykkjanna og bragðgæði sem á fyrri tíð fylgdust ekki endilega að.

En núna eru þessir drykkir, altént flestir hverjir, algert lostæti - og renna ljúflega niður í magann og gera manni gott yfir allan daginn. Sérstaklega er mælt með því að hefja daginn á því að neyta þessara drykkja, enda eru þeir taldir vera afskaplega góð undirstaða fyrir átök og verkefni dagsins.

Á meðal þessara safa er gulrótarsafinn mjög ofarlega, en hér má lesa tíu ástæður fyrir því af hverju hann á að vera góður kostur á morgnana:

1. Það eru fáar kaloríur í gulrótarsafa og er hann því tilvalinn til drykkjar ef þú ert að losa þig við nokkur kíló.

2. Þú bætir lifrina og meltingakerfið með því að drekka gulrótarsafa.

3. Í gulrótarsafa er E-vítamín sem að vinnur gegn krabbameini.

4. Verkir sem að eru tengdir við það að eldast geta minnkað ef þú drekkur gulrótarsafa daglega.

5. A-vítamínið í gulrótarsafa styrkir augun, og beinin, sem dæmi nefnin ég beinþynningu.

6. Gulrótarsafi inniheldur kalíum en það vinnur gegn of háu kólestróli.

7. Gulrótar safi er afar góður fyrir lifrina.

8. Gulrótarsafi er vítamin sprengja fyrir húðina.

8. Gulrótarsafi er afar ríkur af Beta-carotene en það er andoxunarefni sem ver frumurnar og hægir á ótímabærri öldrun.

10. Beta-carotene breytist í A-vítamín í líkamanum og A-vítamín er okkur öllum afar nauðsynlegt.

Heimild: healthdigezt.com