Heilsugæslan í kvöld: endurlífgun og rafsígarettur

Í þættinum í kvöld heimsækjum við Víðistaðaskóla og fylgjumst með kennslu í endurlífgun hjá 10. bekk í verkefninu Börnin bjarga. Við fjöllum um notkun á rafsígarettum hjá unglingum og einnig gefur fyrirlesarinn og þjálfarinn Pálmar Ragnarsson okkur heilsuráð.  

Gestir þáttarins eru: Jón Steinar Jónsson læknir, Ragnheiður Bachmann ljósmóðir og Ilmur Dögg Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur

Ekki missa af Heilsugæslunni með Helgu Maríu í kvöld kl 21:30 á Hringbraut