Heilsugæslan annað kvöld: ein af helstu áherslum í heilsuvernd, skimanir.

Í næsta þætti af Heilsugæslunni ætlum við að fjalla um skimanir, bæði þær sem eru framkvæmdar á Heilsugæslunni og einnig á öðrum heilbrigðisstofnunum. Við förum í heimsókn á Heilsugæsluna Glæsibæ og fylgjumst með ungbarnaskoðun og bráðahjúkrunarfræðingurinn og söngkonan Ragna Björg Ársælsdóttir gefur okkur góð heilsuráð.

Gestir kvöldsins eru Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir og Ragnheiður Bachmann ljósmóðir.

Ekki missa af Heilsugæslunni næsta fimmtudagskvöld kl 21:30 á Hringbraut.