Í næsta þætti af Heilsugæslunni förum við í heimsókn á Heilsugæsluna Garðabæ og kynnumst þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsfólkið sinnir á vaktinni, við fræðumst um augnsýkingar barna og fáum góð heilsuráð frá leikaranum Bjarti Guðmundssyni. Aðal umræðuefni kvöldsins verður magapest og verður farið yfir muninn á veiru- og bakteríusýkingum og hvenær á að leita til læknis. Gestir þáttarins eru Margrét Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ásmundur Jónasson læknir. Ekki missa af næsta af Heilsugæslunni fimmtudaginn næsta kl 21:30 hér á Hringbraut.
Þættirnir eru unnir í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er hjúkrunarfræðingurinn Helga María þáttastjórnandi.