Í þættinum á morgun verður fjallað um COVID-19 eða kórónaveiruna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni og Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sitja fyrir svörum. Við ætlum meðal annars að fara yfir útbreiðslu veirunnar, hvort gæludýr séu smitandi og hvort lyf séu væntanleg.
Við heimsækjum einnig gámaeiningu Landspítalans og ræðum við Helgu Rósu Másdóttur deildarstjóra Bráðamóttökunnar um sýnatöku og förum á blaðamannafund hjá almannavörnum.
Ómissandi þáttur af Heilsugæslunni á fimmtudaginn kl 21:30