Heilsa
Föstudagur 8. nóvember 2019
Heilsa
Íslendingar skera sig úr vegna mikillar notkunar þunglyndislyfja og offitu fullorðinna - reykingar þó hvergi minni
„Íslendingar skera sig úr með áberandi hætti meðal OECD ríkjanna í mikilli notkun þunglyndislyfja, sem er langtum meiri hér en í nokkru öðru landi samkvæmt nýjum samanburði OECD.“
Fimmtudagur 7. nóvember 2019
Heilsa
Mislingar mun skaðlegri en talið var: „mislingar hafa svipuð áhrif á nokkrum vikum og ómeðhöndlað hiv-smit hefur á einum áratug“
Samkvæmt nýrri rannsókn sem alþjóðlegur hópur vísindamanna á vegum Harvard-háskóla hefur framkvæmt bendir allt til þess að mislingar séu mun skaðlegri sjúkdómur en áður hefur verið talið.
Miðvikudagur 6. nóvember 2019
Heilsa
Góð ráð fyrir smákökubaksturinn
Nú líður senn að því smákökubaksturinn verður kominn á fullt á mörgum heimilum og margir baka smákökurnar fyrir aðventuna til að geta boðið uppá ljúffengar smákökur með kaffinu og heitu súkkulaði í aðventunni. Við lummum á nokkrum góðum ráðum sem vert er að hafa í huga þegar kemur að smákökubakstrinum.
Heilsa
Undir yfirborðinu - vel gert fólk vanrækir börnin sín og skaðar sig í ástarfíkn
Í næsta þætti af Undir yfirborðinu sem sýndur verður í kvöld á Hringbraut skoðum við sjúka ást, haltu-mér slepptu mér sambönd, ástarþráhyggju og tilfinningalega þjáningu sem getur verið gríðarlega skaðleg, veldur því að fólk vanrækir börnin sín, fremur morð og gengur í sjóinn!
Mánudagur 4. nóvember 2019
Heilsa
60% íslendinga upplifa slæmt aðgengi að sálfræðiþjónustu: „að svo hátt hlutfall upplifi slæmt aðgengi er umhugsunarvert“
Helmingur Íslendinga upplifir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hlutfallið er þó misjafnt eftir landsvæðum og telja íbúar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Austfjörðum aðgengið verra en íbúar á öðrum landsvæðum.
Heilsa
Tíu breytingar í lífi björns inga frá því hann setti tappann í flöskuna
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson setti tappann í flöskuna fyrir fimm mánuðum síðan og segist hann rétt aðeins vera farinn að átta sig á kostum þess að vera allsgáður.
Þriðjudagur 29. október 2019
Heilsa
Óhrein niðurföll geta valdið veikindum
Ef þú hefur ekki lagt það í vana þinn að hreinsa niðurföllin á heimilinu reglulega þá ættir þú að byrja á því núna.
Heilsa
Uppskrift: guðdómlega gott quesidillas á mexíkóska vísu uppáhalds hjá önnu eiríks - „guðdómlegt og súper einfalt“
Í tilefni þess að á dögunum kom út bókinni „Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum“ þar sem sex matgæðingar og sælkerar í íslenska matarbloggaraheiminum leiða saman hesta sína hefur Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona verið að heimsækja þær og fá þær til að ljóstra upp sínum uppáhalds vetrarrétti og sögunni bak við hann. Þær eru sex talsins og Sjöfn er búin að heimsækja tvær þeirra, Maríu Gomez og Berglindi Hreiðars. Sú þriðja í röðinni af sex er Anna Eiríks matar- og sælkerabloggari og þjálfari með meiru.
Mánudagur 28. október 2019
Heilsa
Sláandi mynd: getur þú séð barnið í dökka klæðnaðinum? er barnið þitt í hættu?
„Hér má sjá hvað það skiptir miklu máli að vera sýnilegur í umferðinni.“