Heilsa
Fimmtudagur 5. mars 2015

Heilsa
Taktu eggið og fiskinn að heiman
Mörgum finnst þægilegt að grípa með sér öskju af salati í næstu hverfisverslun til að borða í hádegishléinu í vinnunni.
Miðvikudagur 4. mars 2015

Heilsa
Hreinn matur, 1 nammidagur
Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari kvenna í crossfit, leggur höfuðáherslu á að snæða hreinan mat, helst án allra aðskotaefna. Eftir því sem innihaldslýsingin sé styttri þeim mun betri og hollari sé fæðan sem fólk neytir.

Heilsa
Hætti að drekka með hugleiðslu
Myndlistarmaðurinn Daði Guðbjörnsson fór á kostum þegar hann ræddi um aðdáun sína á hugleiðslu í nýjasta heilsu- og útivistarþáttunum Lífsstíl sem frumsýndur var fyrr í vikunni, en þar sagði hann að eftir nokkurra ára viðkynningu af hugleiðsluni hafi löngun hans til að neyta áfengis alveg horfið.

Heilsa
Finndu tröppurnar í hverfinu
Það getur vel verið að mörgum leiðist hamagangurinn og lætin á líkamsræktarstöðvum og kunni illa við alla svitalyktina sem þar svífur yfir fólki og tækjum.

Heilsa
Fáið ykkur gúlsopa af olíu
Húðin þarf ekki að vera þurr:
Suður í höfum, eins og segir í laginu, er fólk óhrætt við að slurka í sig bragðgóðum olíum úr ríki náttúrunnar. Þar við strendur kemur góð og ilmandi ólífuolía á margan hátt í staðinn fyrir lýsið góða úr norðurhöfum, en hvorutveggja er auðvitað svo vítamínríkt að enn sætir undrum.
Suður í höfum, eins og segir í laginu, er fólk óhrætt við að slurka í sig bragðgóðum olíum úr ríki náttúrunnar. Þar við strendur kemur góð og ilmandi ólífuolía á margan hátt í staðinn fyrir lýsið góða úr norðurhöfum, en hvorutveggja er auðvitað svo vítamínríkt að enn sætir undrum.
Þriðjudagur 3. mars 2015

Heilsa
Skelltu í vikulanga eggjaböku
Hádegismaturinn í vinnunni getur oft verið höfuðverkur - og reyndar veldur hann á stundum höfuðverki af því hann er ekki valinn af kostgæfni.
Sunnudagur 22. febrúar 2015

Heilsa
Gæði hráefnis í fyrirrúmi
Landlæknisembættið hefur sent frá sér nýjar ráðleggingar um mataræði sem unnar eru af vísindafólki á sviði næringarfræði og fleiri tengdra greina.

Heilsa
Það er mikilvægt að tyggja
Alls konar heilsusafar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi á síðustu árum og sér þess vel stað í matvörubúðum þar sem rekkarnir undir safana eru að verða æ stærri og fyrirferðarmeiri.

Heilsa
Sítróna neytt í öll mál!
Reglulega rennur eitthvert æði á Íslendinga, misjafnlega gáfulegt, en þegar það er álíka heilsusamlegt og nýjustu hamfarir landsmanna af þessu tagi eru, þarf ekki að hrista hausinn að neinu ráði.

Heilsa
Það er erfiðara að sitja en standa!
Hversu oft sér fólk ekki ástæðu til þess að setjast niður í þeim tilgangi að hvíla sig. Það er eins og manninum sé fátt eðlilegra en að sitja á afturendanum og prísa sig sælan yfir því að þurfa ekki að standa á tveimur jafnlöngum heilu tímunum saman.

Heilsa
Matardiskarnir hafa stækkað
Það er ekki einasta að umbúðir utan um margan matinn hafi stækkað að nokkrum mun í seinni tíð - og ofgnóttin að öllu leyti aukist, heldur gleyma neytendur því líka að venjulegir matardiskar, hvort heldur þeir eru keyptir í IKEA eða bara í næstu búð, hafa stækkað töluvert á síðustu árum.

Heilsa
Láttu stilla hjólið þitt
Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi eftir því sem hjólaklæðnaður, hjólin sjálf og hjólastígar verða betri, fleiri og öruggari.

Heilsa
Kíktu við í göngugreiningu
Kvölds og morgna tannburstar fólk sig, fimmtu hverja viku er farið í klippingu og reglulega um helgar er bíllinn þrifinn hátt og lágt. Vaninn er manns annað eðli - og það gerir það að verkum að lífið verður oft að rútínu.
Laugardagur 21. febrúar 2015

Heilsa
Burt með svefnleysi, sykur, bólgur og verki!
Einstök virkni!
Kirsuber eru sú ofurfæða sem inniheldur hvað mest af efnum sem vinna gegn bólgumyndun í líkamanum. En kirsuber eru ákaflega árstíðabundin vara og reglubundin inntaka er forsenda góðrar virkni og árangurs. Því hefur Lifeplan nú komið með á markaðinn nýja og aldeilis frábæra vöru unna úr ferskum kirsuberjum sem inniheldur alla þá frábæru virkni andoxunarefna og fleiri virkra efna sem þessi einstaka ofurfæða hefur upp á að bjóða.
Kirsuber eru sú ofurfæða sem inniheldur hvað mest af efnum sem vinna gegn bólgumyndun í líkamanum. En kirsuber eru ákaflega árstíðabundin vara og reglubundin inntaka er forsenda góðrar virkni og árangurs. Því hefur Lifeplan nú komið með á markaðinn nýja og aldeilis frábæra vöru unna úr ferskum kirsuberjum sem inniheldur alla þá frábæru virkni andoxunarefna og fleiri virkra efna sem þessi einstaka ofurfæða hefur upp á að bjóða.