Heilsa
Sunnudagur 22. mars 2015

Heilsa
Komdu skikki á svefntímann
Eitt vanmetnasta heilsuráðið varðar svefninn, sjálfa hugarróna sem fyllir líkamann orku og krafti fyrir annir morgundagsins. Æði margir fara bara að sofa þegar sá er gállinn á þeim, ekkert endilega þegar skrokkurinn kallar á hvíldina, heldur gjarnan svo seint að erfitt getur reynst að festa blund svo orð sé á gerandi.
Laugardagur 21. mars 2015

Heilsa
Fullt glas af grænni orku
Það þarf ekki að vera sérstaklega flókið að búa sér til græna bombu í glasi, altso ferskan heilsudrykk að morgni sem kemur manni svífandi út í dagin. Á vefnum heilsuhusid.is er að finna uppskrift sem óhætt er að mæla með.
Fimmtudagur 19. mars 2015

Heilsa
Óhreint mataræði helsti ógnvaldurinn
Guðrún Bergmann rithöfundur og athafnakona segir rangt mataræði vera eina mestu heilsufarsógn í lífi nútímafólks. Hún segir mengaðan ristil vera undirrót margra verstu sjúkdómana sem hrjái fólk á okkar dögum.
Miðvikudagur 18. mars 2015

Heilsa
Matarsódi dugar á bólurnar
Það kannast auðvitað allar konur og karlar við þau leiðindi að greina bólu á andlitinu að morgni dags og ganga þannig útlítandi til dags og verka. Og þá þarf í reyndinni yfir litlu að kvarta miðað við margan unglingsstrákinn eða stelpuna sem ef til vill er á leiðinni á næsta ball. Og hvað er til ráða?

Heilsa
Allra besta orkan upp til fjalla
Jónas Guðmundsson ferðamálafræðingur og verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þekkir það af eigin raun hvaða orka nýtist mönnum best á löngum leiðangrum uppi á fjöllum ogf jöklum og öræfum þessa lands.
Mánudagur 16. mars 2015

Heilsa
Mjög deilt um öryggi fyllinga
Á vefsíðu Heilsuhússins er að finna fræðilega og góða greinu um Kvikasilfur en borið hefur á því hérlendis að fólk hefur haft áhyggjur af kvikasilfursinnihaldi í sumum bóluefnum fyrir ungabörn, en það magn er smávægilegt miðað við kvikasilfursmagn frá öðrum mengunarvöldum í umhverfi manna, til dæmis í silfurfyllingum í tönnum.
Sunnudagur 15. mars 2015

Heilsa
Gamaldags feitur íslenskur matur
Leifur Örn Svavarsson fjallagarpur og leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum segir mikilvægt að taka með sér hæfilega feitan og bragðgóðan mat þegar haldið er til fjalla.