Heilsa
Mánudagur 11. maí 2015

Heilsa
Ljósabekkjanotkun fer hraðminnkandi
Ljósabekkjanotkun landsmanna hefur hrunið á síðustu árum samkvæmt könnun átakshóps á vegum Krabbameinsfélags Íslands. Notkunin á meðal 18 ára og eldri var 30% fyrir áratug, en ný könnun í ár sýnir að 12% landsmanna nota bekkina að einhverju ráði.
Sunnudagur 10. maí 2015

Heilsa
Hvað eru ilmkjarnaolíur?
Ilmkjarnaolíur eru sterkar olíur sem oftast nær eru búnar til með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu plantna. Þær eru 75-100 sinnum sterkari en te.
Mánudagur 4. maí 2015

Heilsa
Nokkur góð ráð í prófunum
Nú eru margir að taka próf og að mörgu að huga varðandi heilsu og vellíðan.

Heilsa
Inga kristjáns fjallar um bætiefni
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti verður með fróðleiksmola sína um bætiefni í Lífsstílsþáttunum á Hringbraut næstu vikurnar, en þátturinn er frumsýndur klukkan 20.00 á mánudagskvöldum.
Fimmtudagur 30. apríl 2015

Heilsa
Tími fyrir hlýlega vorsúpu
Súpur eru vanmetnar. Og þær bestu eiga náttúrlega að vera á borðum Íslendinga í hverri viku. Allar þjóðir eiga sér ríka og góða súpuhefð - og þótt kjötsúpan íslenska sé dásemdin uppmáluð er hún kannski ekki eitthvað sem menn eta yfir 50 sinnum á ári.
Þriðjudagur 28. apríl 2015

Heilsa
Everest ekki fyrir hugsandi fólk!
Ingólfur Geir Gissurarson fjallgöngumaður sem síðastur Íslendinga náði á topp Everest segist hafa verið hálft ár að jafna sig eftir að hafa klifið hæsta fjall jarðar. Hann hafi ekki gætt sín á að borða nógu próteinríkan mat fyrir gönguna sem fyrir vikið hafi leitt til þess að gengið hafi mjg á vöðvamassa líkamans. Það hafi í raun ekki verjð fyrr en börn hans heima á Íslandi, nokkrum vikum eftir að hann kom heim, bentu honum á að hvað hann væri orðinn vöðvarýr að hann hafi gert sér grein fyrir hvernig komið hefði verið fyrir honum.
Mánudagur 27. apríl 2015

Heilsa
Anna sigga tekur próteinið fyrir
Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands verður fastur gestur í næstu þáttum Lífsstíls og fjallar þar um mikilvægi próteins fyrir líkama og sál.