Heilsa
Fimmtudagur 28. febrúar 2019
Heilsa

Kostnaðarsamt að hreyfa sig

Vetrarfrí er nýafstaðið í skólum landsins þar sem foreldrar voru hvattir til að nýta frídagana með börnum sínum. Ekki er okkur foreldrum þó skikkað frí en hvernig sem á því stendur ákvað ég að skoða hvað það kostar að stunda einhverskonar tómstundir með börnunum. Smá rigning og rok var úti og langaði mig að stunda einhverja hreyfingu með börnunum innandyra.
Föstudagur 22. febrúar 2019
Heilsa

Hollusta, hreyfing og sundfatasýning

Í Tímarími síðastliðinn laugardag var fjallað um offitu sem sjúkdóm og fylgikvilla hans, sem sumir hverjir eru banvænir, eins og t.d. sykursýki 2. Einnig var skoðað hvaða úrræði væru til staðar andspænis þessum sjúkdómi.Í Tímarími annað kvöld verður haldið áfram að fjalla um hluti tengda þyngd og líkamsrækt. Þátturinn hefst klukkan 20:30.
Þriðjudagur 19. febrúar 2019
Heilsa

Streita og streituvaldar

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir mætti í Hugarfar hjá Helgu Maríu og talaði um algengi þess að fólk viðurkenni ekki streitu og tali ekki um vandamálið. Ólafur talaði um mikilvægi fjölmiðlamanna að opna umræðuna þar sem forvarnir eru ódýrar og árangursríkar.
Föstudagur 15. febrúar 2019
Heilsa

Dauðsföll vegna sýklalyfjaónæmis

Dauðsföll hafa átt sér stað á Íslandi sem má rekja til sýklalyfjaónæmra baktería, segir Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum í samtali við RÚV í gær. Hann segir fjölónæmar bakteríur vaxandi vandamál hér á landi líkt og annars staðar.
Fimmtudagur 14. febrúar 2019
Heilsa

Betri nætursvefn

Dr. Erla Björnsdóttir svefnráðgjafi mætti til Helgu Maríu í Hugarfar og gaf góðar ráðleggingar fyrir fólk sem vill ná betri nætursvefni.
Miðvikudagur 13. febrúar 2019
Heilsa

Allt um inflúensu

Fjöldi fólks er ennþá að smitast af inflúensunni og því er vert að skoða ráðleggingar Helgu Maríu um hvernig megi fækka smitum.