Heilsa
Mánudagur 18. mars 2019

Heilsa
Hollur morgunmatur sem tekur aðeins örfáar mínútur
Helga María gefur uppskrift að fljótlegum, hollum og góðum morgunverði.
Mánudagur 11. mars 2019

Heilsa
3.000 skammtar af bóluefni notaðir á síðustu dögum
Hátt í 3.000 skammtar af bóluefni við mislingum voru notaðir á heilsugæslustöðvum um helgina og í síðustu viku. Von er á meira af bóluefni í dag. Að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, gengu bólusetningar vel þrátt fyrir stuttan viðbragðstíma.
Laugardagur 9. mars 2019

Heilsa
Bólusetja gegn mislingum í dag
Ákveðið hefur verið að grípa til ýtrustu varúðarráðstafana eftir fimmta mislingatilfellið
Miðvikudagur 6. mars 2019

Heilsa
Búist við fleiri smituðum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er gestur Lindu Blöndal í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Þar ræðir hann fjögur mislingasmit sem hafa greinst á skömmum tíma hér á landi. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Heilsa
Bóluefni valda ekki einhverfu
Afdráttarlaus niðurstaða viðamikillar langtímarannsóknar á öllum dönskum börnum sem fæddust á árunum 1999 til 2010 er sú að engin tengsl eru á milli bólusetninga og einhverfu. Rannsóknin náði til alls 660.000 barna og fylgst var með heilsufari þeirra allt til ársins 2013.

Heilsa
Fjögur mislingasmit á skömmum tíma
Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest hérlendis á skömmum tíma, þar af tvö börn sem ekki eru orðin 18 mánaða og því ekki búin að fá bólusetningu. Tilfellin fjögur eru rakin til ferðamanns sem var smitaður af mislingum og kom frá Lundúnum til Íslands um miðjan febrúar. Hann flaug svo til Egilsstaða og í því flugi smituðust börnin tvö.
Þriðjudagur 5. mars 2019

Heilsa
Vill rykbinda götur höfuðborgarsvæðisins
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, telur að rykbinda eigi götur á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var styrkur svifryks hár í Reykjavík og er búist við því að svo verði einnig næstu daga.
Mánudagur 4. mars 2019

Heilsa
Hár styrkur svifryks í dag
Samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Njörvasund/Sæbraut hefur styrkur svifryks verið hár í dag. Klukkan 14:00 var klukkutímagildi svifryks við Grensásveg 119,0 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöð við Njörvasund/Sæbraut var klukkutímagildið á sama tíma 106,4 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Heilsa
11 mánaða barn greindist með mislinga
Þann 2. mars síðastliðinn greindist tæplega 11 mánaða gamalt barn með mislinga á Íslandi. Barnið, sem var óbólusett, var í sama flugi og einstaklingur sem greindist með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum hér á landi fyrr en um 18 mánaða aldur en þó er hægt að bólusetja þau fyrr.