Kæru foreldrar.
Ég vil koma á framfæri nokkrum mikilvægum heilræðum til ykkar í ljósi tíðinda síðustu daga. Mín ráð eru eftirfarandi og ókeypis:
Áður en þið ákveðið að gera ykkur að athlægi í samfélaginu, hvort sem það er með því að fremja glæp, stunda siðlaus og óforskömmuð viðskipti, nú eða bara almennt verða ykkur til skammar með dólgslátum, þá er mikilvægt að þið áttið ykkur á því, að athæfi ykkar hefur áhrif á börnin.
Miklar lýkur er á að kalla yfir sig reiði almennings í slíkum tilfellum, skiljanlega, sem síðan getur haft áhrif á börnin ykkar. Skiljanlega.
En þá er mikilvægt að hafa í huga að almenningur ber enga ábyrgð á börnum ykkar.
Þið gerið það hinsvegar. Þó samfélagið leggi sitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum er það ykkar hlutverk fyrst og fremst að ala börnin ykkar upp.
Viðbrögð almennings við ykkar gjörðum er á ykkar ábyrgð (nema þau viðbrögð brjóti lög). Þannig í guðanna bænum hugsið um börnin, og ekki skæla og reyna að skýla ykkur á bakvið þau ef þið eruð svo staðin af verki.
Þið vitið....
Hugsið um börnin.