Heillaðist af Hveragerði og flutti þangað úr Reykjavík þegar von var á fyrsta barninu

Sjöfn Þórðar heimsækir Hveragerði heim og spjallar við Elínu Káradóttur fasteignasala og íbúa Hveragerðis. Fyrir fjórum árum tók Elín þá ákvörðun ásamt manni sínum að flytja til Hveragerðis frá Reykjavík eftir ígrundað hugsun og eftir að hafa farið að skoða bæinn hátt og lágt.  Eftir bíltúr yfir Hellisheiðina í Blómabæinn var ekki aftur snúið.  „Við vorum strax heilluð af bænum og sáum að hér er allt til alls og draumur að ala upp börn þar sem allt er í nánd,“ segir Elín.  Þegar ákvörðunin var tekin áttu þau von á sínu fyrsta barni og vildu meðal annars velja góðan stað til að stofna fjölskyldu. 

Hveragerði hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum og íbúum hefur fjölgað ört og nýjum fasteignum í takt við það.  Bæjarbragurinn verður æ meiri sjarmerandi, þar sem afþreying er orðin fjölbreytt og veitingahúsaflóran blómstrar. Sjöfn spjallar við Elínu um hvað það er sem heillaði hana helst og hvað það er sem togar í fólk sem er að flytja í hinn vinsæla blóma- og heilsubæ Hveragerði.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.