Mikið hefur verið rætt um kostnað við að fara til sálfræðings hér á landi sem ólíkt ýmsum nágrannalöndum er ókeypis utan landsteinanna en kostar stórfé hér innanlands. Á sama tíma fær þjóðkirkjan rúmar fjárveitingar og flaggar sálgæsluhlutverki presta.
Minna hefur verið rætt um þann kostnað sem getur fylgt heimsóknum til geðlækna. Júlíus Blómkvist Friðriksson sem m.a. hefur skrifað greinar í Kvennablaðið greinir frá því á facebook að hann sé argur vegna kostnaðar sem hann hafi orðið fyrir vegna heimsóknar til geðlæknis.
\"Ferð til geðlæknis. kr. 6.300 með afslætti. Þvílíkt lúxusvandamál sem geðveikin er, ha?\" Skrifar Júlíus.
Í athugasemdum við færslu Júliusar kemur fram að hann geti þó talist heppinn með að fá yfirhöfuð tíma hjá geðlækni. Biðtími eftir sálfræði- og geðlæknisþjónustu geti orðið meiri en heilt ár. Reyndar eru dæmi um 18 mánaða biðtíma barna eftir þjónustu.
Greint var frá því á dögunum á Hringbraut að maður sem kenndi sér höfuðverkjar þurfti að greiða krónur 33.000 fyrir eina heimsókn á slysadeild. Kári Stefáansson læknir hefur sagt að það sé til skammar að fólk sé ekki fyrr komið á bráðamóttöku en búið sé að rukka það um Visakortið. Þá hefur það sviðið hinu íslenska þjóðarhjarta að lesa sögur um hundruða þúsunda kostnað krabbameinsveikra.
\"Ég hef ekki efni á tímum og treysti því símatímum frekar,\" segir Júlíus vegna fjárútlátanna.