Hanna heimilis­vörur, hús­gögn og lífs­stíls­vörur með sjálf­bæran lífs­stíl að leiðar­ljósi

Ragna Sara Jóns­dóttir list­rænn stjórnandi hjá Fólk Reykja­vík verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

FÓLK er ís­lenskt hönnunar- og lífs­stíls­fyrir­tæki sem stofnað var árið 2017 og verður meðal annars þátt­takandi í Hönnunar­Mars sem haldinn verður í júní­mánuði í ár vegna hina for­dæma­lausu að­stæðna sem nú eru í gangi.

Sjöfn Þórðar heim­sækir Rögnu Söru sem er list­rænn stjórnandi hjá Fólk í Banka­stræti 5 þar sem skrif­stofan og galleríið er til húsa. Sjöfn fær inn­sýn í hönnunina sem er í gangi þessa dagana og Ragna Sara sviptir hulunni af nýjustu hönnunni og leyndar­dómum bak við hönnunina. Ein­stak­lega fal­leg og stíl­hrein hug­mynda­sköpun liggur í hönnuninni og margir hlutirnir eru hugsaðir sem marg­nota. Hönnuðurnir þrír sem eru hjá Fólk Reykja­vík, eru þau Jón Helgi Hólm­geirs­son, Ó­lína Rögnu­dóttir og Theo­dóra Al­freðs­dótir.

„Við hjá FÓLK leitumst við að vinna með fram­sæknum hönnuðum að snjöllum heima­vörum, hús­gögnum og lífs­stíl­vörum sem ein­beita sér að sjálf­bærni, á­byrgð og gegn­sæi í kringum fram­leiðslu­ferlið,“ segir Ragna Sara og er afar á­nægð með sam­starfið við þá hönnuði sem eru innan­borðs.

Mikil á­hersla er lögð á sjálf­bæra lífs­stíl og í hverju skrefi sem tekið er hugað að á­hrifum á um­hverfi og sam­fé­lag. „Við hjá FÓLK hönnuðum fyrir nú­tíma sjálf­bæra líf. Fram­tíðar­sýn okkar er að gera og hvetja fólk til að lifa sjálf­bærari lífs­stíl. Okkur er kunnugt um að allar vörur hafa á­hrif á um­hverfið og sam­fé­lagið. Við teljum hins vegar að ef við gerum okkar besta getum við öll unnið,“ segir Ragna Sara og er stolt af því hversu vel hefur tekist til í þeim efnum. Missið ekki af á­huga­verðri heim­sókn Sjafnar til Rögnu Söru á Banka­strætið.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.