Richard Nixon fyrrum forseti Bandaríkjanna, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum ráðherra og Sigríður Andersen fráfarandi ráðherra eiga það sameiginlegt að hafa klúðrað pólitískum ferli sínum og hrökklast frá völdum eftir að hafa þumbast við að sitja á valdastólum eftir að öll sund höfðu lokast.
Nixon hraktist úr einu víginu í annað eftir að Whatergate-hneykslið komst upp. Hann reyndi að þrauka, beitti ósannindum og blekkingum en varð á endanum að játa sig sigraðan. Eins var með Hönnu Birnu. Hún klúðraði málum en hélt að hún kæmist upp með það. Aðstoðarmaður hennar tók á sig sakir og hlaut dóm en allt kom fyrir ekki. Hanna varð einnig að játa sig sigraða og hrökklaðist úr stjórnmálum sem var mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn í því mikla kvennahallæri sem þar ríkir.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra er að fara sömu leið og þau Nixon og Hanna. Dómsmálaráðherra sem hlotið hefur dóm í Hæstarétti getur að sjálfsögðu ekki sitið áfram í embætti. Hún hefur orðið uppvís að embættisafglöpum, brotið lög og verður að víkja. Formaður flokksins hlýtur að vera að bíða eftir réttum degi til að setja hana af.
Sigríður Andersen vill samt ekki hætta. Ætlar að reyna að þrauka. Heldur að stormurinn gangi yfir. En það gerist ekki. Hún svarar gagnrýni með hroka og yfirlæti. Rétt eins og Nixon og Hanna Birna.
Sagan bítur í skottið á sér.
Rtá.