Þau Jón G. og Sjöfn Þórðardóttir fá góða gesti til sín í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.
Björn Jóhannsson landslagsarkitekt fer yfir það nýjasta í hönnun garða og palla; það er ekki seinna vænna að undirbúa sig fyrir vorið.
Guðbergur Guðbergsson, fasteignasölunni Bæ, fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum í byrjun árs.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, upplýsir okkur um leigumarkaðinn og þau félög sem þar gera sig gildandi.
Síðast en ekki síst er litið til þeirra Hafsteins Halldórssonar og Guðrúnar Öglu Egilsdóttur, eigenda Happie Furniture, í Hamingjuhöll þeirra við Hafravatn. Eins og nafnið bendir til skartar rómantíkin og náttúran sínu fegursta á heimili þeirra.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut.