Hallgrímur með skemmtilegt ljóð um Bjarna Ben og Guðlaug Þór | „Kóngur gengur við klækjastaf...“

Það er ekki að ástæðulausu að Hallgrímur Helgason sé af mörgum talinn í hópi okkar allra bestu skálda. Hallgrímur á það til að birta skemmtilegar vísur eða kvæði um menn og málefni í þjóðfélaginu og hann lét ekki sitt eftir liggja á Facebook í morgun

Eins og kunnugt er munu Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson berjast um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum um næstu helgi. Báðir gefa kost á sér til formanns flokksins en Bjarni hefur setið sem formaður frá árinu 2009.

Hallgrímur verður seint sakaður um að vera mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins eins og kannski sést á ferstiklunni sem hann birti og má sjá hér að neðan:

Valdatafl í Valhöll Vol.23

Kóngur gengur við klækjastaf

kvalinn af eignarhaldsflækjum.

En sá er steypa vill stóli af

staulast um á hækjum.