Samkvæmt könnunum virðist fylgi Vinstri grænna vera að hrynja. Gallup-könnun RÚV sýnir að flokkurinn fái einungis 6.2% atkvæða í Reykjavík og einn mann kjörinn.
Verði það niðurstaða kosninganna þá væri einungis um að ræða þriðjung þess fylgis sem VG fékk í Reykjavík við Alþingiskosningar fyrir 7 mánuðum.
Um fylgishrun í höfuðborginni væri því að ræða á svo skömmum tíma.
Einnig er talið að VG sé í vandræðum í Kópavogi, næst stærsta sveitarfélagi landsins. Svo gæti farið að VG nái ekki inn manni í þessum gamla sósíalistabæ.
Fylgishrun VG í sveitarstjórnum hlýtur að mega rekja til flokksforystunnar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að verulegu leyti.
Ef þetta fer svona, þá hljóta að vakna spurningar um viðbrögð Katrínar formanns.
Vert er að rifja upp að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, sagði af sér bæði embætti forsætisráðherra og formanns Framsóknar árið 2006 eftir slaka útkomu flokks hans í sveitarstjórnarkosningum þá um vorið.
Þó var ekki um neitt fylgishrun að ræða eins og nú virðist blasa við Vinstri grænum.
Fljótlega kemur í ljós hvort Katrín Jakobsdóttir axlar ábyrgð og segir af sér embættum sínum.
Rtá.