Halla Vil­hjálms: „Það var á þeirri stundu sem ég á­kvað að eignast fjöl­skyldu sjálf“

Halla Vil­hjálms­dóttir Koppel er mörgum Ís­lendingum að góðu kunn. Halla, sem hefur gert það gott bæði sem leik- og söng­kona, býr í London á­samt eigin­manni sínum, Harry Koppel, og eiga þau saman þrjú börn.

Halla er í við­tali í auka­blaði Morgun­blaðsins í dag þar sem hún ræðir meðal annars um fjöl­skylduna og lífið í London. Þema blaðsins eru börn og lýsir Halla því meðal annars í við­talinu hvað varð til þess að hún á­kvað að breyta um stefnu í lífinu og stofna fjöl­skyldu.

„Það urðu breytingar í lífinu hjá mér þegar ég missti afa minn árið 2009. Ég man augna­blikið þegar ég sat í jarðar­för afa og horfði á ömmu mína sitja á fremsta bekk í kirkjunni. Þótt hún hafi ef­laust saknað hans mikið þá var eitt­hvað svo ein­stakt við að sjá hversu mikið hjóna­bandið hafði gefið þeim. Fjöldann allan af börnum og barna­börnum. Það var á þeirri stundu sem ég á­kvað að eignast fjöl­skyldu sjálf. Þegar ég hitti Harry vissi ég að hann yrði frá­bær faðir og svo vorum við einnig miklir vinir. Í raun held ég að við höfum aðal­lega verið heppin með hvort annað. Mér finnst alla vegana mjög mikil blessun að fá að eignast þrjú börn með besta vini mínum.“

Halla, sem lék meðal annars í myndunum Astró­píu og Gemsum, hefur í nógu að snúast en hún starfar fyrir banda­ríska fjár­festinga­bankann Gold­man Sachs. Leik­listin er komin á hilluna í bili að minnsta kosti en tón­listin er ekki langt undan og hefur hún haldið á­fram að skrifa og taka upp með föður sínum, gítar­leikaranum Vil­hjálmi Guð­jóns­syni.