Hagstæð framkvæmdalán í boði sem geta komið sér vel

Margir eru að huga að framkvæmdum bæði innan- og utanhús og spá því gjarnan hvaða leiðir eru í boði til að fjármagna framkvæmdir. Íslandsbanki er að bjóða viðskiptavinum sínum framkvæmdalán og ráðgjöf hvaða leiðir eru hentugar fyrir hvern og einn. Sjöfn Þórðar fær til sín Pál Frímann Árnason vörustjóra útlána einstaklinga hjá Íslandsbanka til að fara yfir framkvæmdalánin, hvernig þau virka, vaxtakjörin og hverjir geta sótt um þau. „Framkvæmdalán eru hagstæð lán sem henta vel til endurbóta eða framkvæmda á fasteignum, lóðum og sumarhúsum, segir Páll Frímann og minnir á lögin sem nýlega voru sett af Alþingi sem kveða á um tímabundna hækkum á endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100% af vinnu manna við íbúðarhúsnæði frá mars 2020 og út árið. Meira um þetta í þættinum í kvöld.