Matarbúðin Nándin í Hafnarfirði við Austurgötu 47 var opnuð með pomp og prakt á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17.júní á síðasta ári. Það sem gerir þessa verslun merkilega og sérstakari enn aðrar verslanir er meðal annars það að allt er selt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. En það er margt fleira sem einkennir Matarbúðina sem kemur á óvart.
Matarbúðin er byggð á hugmynd samheldinni fjölskyldu sem hafði lengi dreymt um verslun að þessu tagi. Fjölskyldan er með fyrirtækið Urta Islandica og er partur af draumi hennar að lifa plastlausu lífi og taka þannig þátt í að leggja sitt af mörkum gegn loftslagsvanda heimsins. Sjöfn Þórðar heimsækir mæðgurnar Guðbjörgu Láru Sigurðardóttur og Þóru Þórisdóttur í verslunina þar sem þær standa vaktina og fær þær til að svipta hulunni af því vöruúrvali sem þar er í boði og verkefnum fjölskyldunnar.
„Við höfum til að mynda endurvakið mjólk og rjóma í flösku og komið upp skilakerfi fyrir glerumbúðir verslunarinnar. Við höfum komið upp sérstakri þvottastöð sem mætir ströngum reglum hvað varðar allt hreinlæti og sótthreinsun og sett upp þæginlegt skilakerfi fyrir viðskiptavini,“ segja þær mægður Guðbjörg Lára og Þóra.
Þegar gengið er inn í Matarbúðina er upplifunin eins og fara aftur til fortíðar og ilmurinn af nýbökuðu brauði tekur má móti gestum og gangandi. Fyrir undan búðina er kassi með mjólkurglerflöskum og minna svo sannarlega á gamla tímann, kaupmanninn á horninu.
Missið ekki af skemmtilegri heimsókn Sjafnar í Matarbúðina í þættinum Matur og Heimili klukkan 20.00 í kvöld þar sem nýr heimur opnast fullur af kræsingum sem nostrað hefur verið af ástríðu og natni.