Heilbrigðismál: hætt verði að rukka

Líflegar umræður hafa orðið á fésbókarsíðu Pírata, hvort flokkurinn muni setja það á stefnuskrá sína að láta afnema gjöld á sjúklinga. Um það bil fimmta hver króna í heilbrigðiskerfinu er sótt beint í vasa sjúklinga, þeirra er síst skyldi. Heilsubrestur er nægt mein eitt og sér þótt fólk þurfi ekki að eiga gjaldþrot á hættu ef það veikist. Mörg dæmi hafa verið nefnd til sögunnar undanfarið um fólk sem veigrar sér við að leita læknis vegna kostnaðar.

Hringbraut hefur fjallað um bresti í heilbrigðiskerfinu undanfarið og einkum þann mikla kostnað sem fellur beint á þá sem leita sér lækninga. Um það má lesa r og hér.

 Jónas Kristjánsson ritstjóri bendir á píratasíðunni á að það þurfi ekki að flækja málið. Ef Píratar hyggist láta gjöld frá auðlindum landsins dekka það sem nú fellur á sjúklinga dugi ein yfirlýsing: „Einfalt í stefnuskrá er að skrifa: Ekki skal rukka fyrir heilbrigðisþjónustu. [Leiðrétting á auðlindarentu fjármagnar] skrifar Jónas á Pírataspjallið.

 Allmargir kveða sér hljóðs og fer umræðan víða þar sem málsókn gegn hjúkrunarfræðingi sem mjög hefur verið í fréttum undanfarið er sett í nýtt ljós.

„Hver er ábyrgð stjórnvalda í máli hjúkrunarfræðingsins, sem nú er fyrir rétti? Með endalausum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, hafa stjórnvöld skapað ómanneskjulegt vinnuumhverfi með ótrúlegu vinnuálagi á starfsfólk, þar sem það nýtur ekki lágmarkshvíldar vegna vinnuálags. Þar sem tvöfaldar vaktir eru frekar regla en undantekning.\"