Gunnar Smári: Skipu­lagið í mið­bænum slys – Helga Vala ó­sátt við „her­ferð“ Morgun­blaðsins

„Mikið er þessi stöðuga her­ferð morgun­blaðsins gegn mið­borginni sorg­leg,“ segir Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar.

Hún deilir frétt Morgun­blaðsins í morgun þar sem fjallað var um Hafnar­torg í mið­borg Reykja­víkur. Fréttin snerist um það að á meðan fólk flykkist á Lauga­veg og í Austur­stræti nú þegar jólin ganga senn í garð standi Hafnar­torg meira og minna tómt.

Nokkrar á­stæður voru taldar upp, til dæmis veður­far á þessum slóðum en norðan­áttin á greiða leið niður Reykja­strætið og þá þykir vanta upp á að fram­boð þjónustu sé fjöl­breyttara. Tekið var fram að á mörg hundruð metra fleti væri að­eins að finna H&M og COS.

Helgu Völu þykir illa vegið að Hafnar­torginu enda fjöl­margar aðrar verslanir á svæðinu.

„Ég mæli með að blaða­menn mæti á svæðið því það er svo sannar­lega ekki "bara" HM og Cos heldur margar aðrar flottar verslanir og veitinga­staðir á þessu um­rædda svæði, meira að segja bara við hlið ljós­myndarans sem tók þarna mynd. Norðangarrinn er nú heldur ekkert að þvælast fyrir okkur, enda ein­muna veður­blíða í bænum sem hefur laðað fólk að eins og aðrir fjöl­miðlar hafa greint frá. Vel­komin í mið­borgina segi ég nú bara, hér er gott að vera.“

Gunnar Smári segir að nær væri að hlusta á gagn­rýnina en skella skolla­eyrum við henni. „Það var varað við þessu fyrir­fram og fjöldinn allur, alls­konar fólk, hefur bent á hvaða slys skipu­lagið í mið­bænum er orðið, sér­stak­lega þarna. Það mætti kalla þetta skolla­eyru-skipu­lag.“

Í frétt Morgun­blaðsins var meðal annars rætt við Einar Svein­björns­son veður­fræðing, Pál Lín­dal um­hverfis­sál­fræðing og Hilmar Þór Björns­son arki­tekt, en allir eru þeirrar skoðunar að Hafnar­torg þjóni ekki til­gangi sínum í nú­verandi mynd.

Fleiri fréttir