Gunnar Hrafn: „Aldrei á ævinni hef ég upplifað verri útgeislan frá manneskju“

Gunnar Hrafn Jóns­son, blaða­maður og fyrr­verandi þing­maður Pírata, rifjar upp kynni sín af Condo­lezza Rice, fyrr­verandi þjóðar­öryggis­ráð­gjafa Geor­ge Bush yngri Banda­ríkja­for­seta, á Face­book.

Þar deilir hann tísti þar sem segir að „satíran sé dauð“ eftir að Rice lét þau um­mæli falla í við­tali á Fox News að „þegar þú ræðst inn í full­valda þjóð, þá er það stríðs­glæpur.“ Slíkt gerði stjórn Bush er hún á­kvað að ráðast inni í Írak 2003 án sam­þykkis Sam­einuðu þjóðanna og í mikilli and­stöðu við vilja flestra ríkja heims.

„Aldrei á ævinni hef ég upp­lifað verri út­geislan frá mann­eskju en þegar ég hitti hana. Mér leið eins og ég starði í augun á há­karli þegar hún lýsti því hvernig hún gæti með sím­tali látið sprengja hvaða "hættu" sem er á Ís­landi á innan við klukku­tíma,“ skrifar Gunnar Hrafn.