Gunnar Egill Daníelsson, kvikmynda- og fjölmiðlafræðingur, hefur tekið við starfi fréttastjóra Hringbrautar.is.
Auk þess að skrifa fréttir og fréttaskýringar og stýra fréttaflutningi vefs Hringbrautar mun Gunnar Egill einnig sinna umsýslu vefsins.
Gunnar Egill er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA gráðu frá Háskóla Íslands í kvikmyndafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Hann starfaði í tæp sex ár hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, fyrst sem skrifstofumaður og síðar sem verkefnastjóri. Á meðal verkefna hans hjá KMÍ voru fréttaskrif, útbúningur kynningarefnis, yfirferð umsókna, umsjón með vefsíðum miðstöðvarinnar og ýmislegt fleira.
Maki Gunnars Egils er Margrét Erla Guðnadóttir, viðskiptafræðingur og flugfreyja hjá Icelandair, og eiga þau eina dóttur.
Hringbraut býður Gunnar Egil velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.