Gunnar bragi missir af því að feta í fótspor fjölda fyrrverandi ráðherra

Í áratugi hefur það verið opinbert leyndarmál á Íslandi að fjórflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Kratar og Kommar, hafa haft milli sín „heiðursmannasamkomulag“ um að fyrrverandi formenn flokka og fyrrverandi utanríkisráðherrar hafa geta fengið sendiherraembætti hafi þeir óskað eftir því. Slík erindi hafa jafnan verið afgreidd refjalaust. Aðrir stjórnmálamenn hafa þurft að sækjast eftir síkum embættum og haft meira fyrir því. Dæmi um það er Árni Þór Sigurðsson. Þá hefur forystumönnum flokka stundum þótt henta að losa sig við duglitla þingmenn eða ráðherra með því að skipa þá í embætti sendiherra. Gott dæmi um það er Tómas Ingi Olrich sem Davíð Oddsson lét skipa sendiherra til að losna við hann eftir verklausan tíma í menntamálaráðuneytinu.

 

Hér verða nefnd dæmi um 21 fyrrverandi ráðherra eða alþingismenn sem hafa gegnt embættum sendiherra að loknum stjórnmálaferli:  Benedikt Gröndal, Svavar Gestsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Tómas Ingi Olrich, Guðmundur Í. Guðmundsson, Árni Þór Sigurðsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Eiður Guðnason, Geir H. Haarde, Kjartan Jóhannsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Sigurður Bjarnason, Þorsteinn Pálsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Gunnar Thoroddsen, Einar Ágústsson, Albert Guðmundsson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Gísli Sveinsson, Bjarni Ásgeirsson og Haraldur Guðmundsson. Átta af þessum sendiherrum koma úr Alþýðuflokknum og sjö úr Sjálfstæðisflokknum.

 

Til viðbótar við þessa sendiherra hafa nokkrir fyrrverandi ráðherrar verið studdir af utanríkisráðuneytinu til stjórnunarstarfa hjá alþjóðlegum stofnunum. Má þar nefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Halldór Ásgrímsson,  Árna Matthíesen og Sighvat Björgvinsson.

 

Eins og sjá má af þessari upptalningu er þarna um að ræða marga að helstu stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar á síðari áratugum.

 

Gunnar Bragi Sveinsson reyndi að komast í þennan hóp og hafði gengið frá ráðningu sinni með hrossakaupum við núverandi ráðherra. Eftir nýlega atburði má ljóst vera að aldrei verður unnt að skipa Gunnar Braga til trúnaðarstarfa á vegum íslenska ríkisins. Það eru einfaldlega takmörk fyrir öllu.

 

Rtá.