Gunnar bragi gekk í gildru

Sigur Framsóknarflokksins í kosningunum árið 2013 reyndist glæsilegur líkt og úrslit tvísýnnar orrustu í fornsögum. Hann kom stór og sterkur úr eldraun klofnings og foringjaskipta. Ég ástunda það sem kallast að reka upp pólískt gól og þessi óhljóð náttfara eru ekki vel séð af íbúum steinkumbaldans við Austurvöll.


Lengi hefur staðið til hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að að koma Gunnari Braga Sveinssyni fyrir pólitískt kattarnef. Ég myndi ekki lýsa nýfertugum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins sem tilfinningaríkum drengskaparmanni. Sigmundur Davíð varð formaður flokksins við erfiðar aðstæður og hann verður sennilega síðasti forsætisráðherra Framsóknarflokksins um langt skeið enda er það upphafið á endalokum þessa níutíu og níu ára flokks að vinna með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Með framferði sínu hefur honum tekst í formannstíð sinni að stórminnka fylgi flokksins.


Sögulega séð hefur Framsóknarflokkurinn ávallt verið í lykilstöðu við myndun vinstri stjórna á Íslandi og formaður flokksins sjálfsagður sem forsætisráðherra slíkrar ríkisstjórna. Sigmundur Davíð hafnar þessu enda værukær og sérhlífinn og því engan veginn sá áhrifamaður í flokki sínum sem margir ætla. Þingmennska Sigmundar Davíðs er eins og sumarleyfi um vetur og hann gengur aldrei fram til baráttu enda ætlast enginn heilvita Framsóknarmaður til þess af honum.


Nú er opinber sá ágreiningur um forystu Framsóknarflokksins sem lengi á eftir að setja svip á störf hans því í vikuni urðu þau þáttaskil í pólitísku lífi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að hann lét báða oddvita ríkisstjórnarinnar hafa sig að ginningarfífli. Þegar Gunnar Bragi nennir ekki að vanda sig bregst honum bogalistin eins og nýverið í Evrópumálunum og er þá barnalegur og frumstæður.


Gunnar Bragi á nú að gjalda formanni Framsóknaflokksins rauðan belg fyrir gráan og hefur tækifæri til að velta Sigmundi Davíð af formannsstólnum á komandi flokksþingi. Gunnar Bragi er óspilltur og bein hans svo sterk að hann þolir ágætlega góða daga í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Gunnar Bragi er ósérhlífinn en vissulega er hann seinþreyttur til stórræða. Velti hann ekki Sigmundi Davíð hættir hann sennilega hernaði stjórnmálabaráttunnar fyrr en síðar.