Útvarpsstjarnan Gunna Dís Emilsdóttir og eiginmaður hennar Kristján Þór Magnússon fyrrverandi sveitarstjóri mættu í gærkvöldi á sérstaka viðhafnarforsýningu hjá Baltasar Kormáki í Laugarásbíó á nýjustu mynd hans Beast.
Fréttablaðið birti í dag skemmtilegan myndapakka þar sem má sjá að helstu fyrirmenni íslensks samfélags létu sig ekki vanta á forsýningu myndarinnar. Baltasar leikstýrir þar Idris Alba í aðalhlutverki fjölskylduföðurs sem þarf að taka á hinum stóra sínum í Suður-Afríku til að lifa af ljónaárás.
Kristján Þór hætti sem sveitarstjóri Norðurþings fyrir kosningarnar í vor. Þá flutti hann frá Húsavík eftir kosningarnar en Gunna Dís og hann fóru í sitthvora áttina fyrr á árinu, að því er mbl.is fullyrti á sínum tíma.
Nú virðist vera sem parið sé farið að stinga saman nefjum að nýju. Þau hafa eflaust notið kvöldsins vel í gær með poppi og kóki líkt og má sjá á myndunni yfir ljónaævintýrum Balta og Idris Elba.
Frétt Fréttablaðsins með myndum af forsýningarveislunni.