Með tíðindum morgunsins af örvæntingarfullu forsetaframboði Davíðs Oddssonar, firrtum og beiskum eftir fall síðari ára, hefur orðið mikil vending í baráttunni um Bessastaði.
Eftir að Ólafur Ragnar bauð sig fram til endurkjörs, var sannarlega ólíklegt að breytingar yrðu þótt fylgi Guðna sé undur og skaði Panamaskjala fyrir ÓRG sé nokkur. En frá og með framboði Davíðs mun sami hópurinn deila fylgi sínu á þá tvo gömlu jálkana, Davíð og Ólaf. Mín spá er að báðir muni falla. Mín spá er að Guðni Th. Jóhannesson hafi fengið nýja von í morgun, sem og fjölmargir stuðningsmenn ferskra og breyttra tíma, enda stendur einn hópur landsmanna að baki Guðna en klofinn hópur að baki Davíðs og ÓRG og mun fylgið deilast eftir því.
Við munum e.t.v. horfa á tvo voldugustu menn landsins tapa eftir nokkrar vikur, tvo menn sem þola ekki að tapa. Það verður tilboð á töpurum. Tveir fyrir einn.