Guðmundur árnason slapp

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að sleppa Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis, við áminningu eftir að hann sýndi þingmanninum Haraldi Benediktssyni fádæma ruddaskap þegar hann hringdi í Harald seint á föstudagskvöldi og hafið í hótunum við hann. Margir telja að Guðmundur hafi ekki verðskuldað áminningu fyrir framferðið heldur miklu frekar brottrekstur.

 
Hótun Guðmundar Árnasonar tengdist skýrslu fjárlaganefndar um ýmsar misgerðir frá síðasta kjörtímabili sem raktar eru til fjármálaráðuneytisins í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar en Guðmundur var ráðuneytisstjóri einnig á þeim tíma og hafði vitneskju um flest sem þar gerðist og er talið umdeilanlegt.
 
Haraldur Benediktsson átti sæti í fjárlaganefnd þingsins en þrýstingur var settur á nefndarmenn stjórnarmeirihlutans að gera lítið úr skýrslunni. Haraldur var ekki alveg til í það og því fékk hann umrætt símtal frá Guðmundi seint á föstudagskvöldi. Þingmaðurinn kærði framferði ráðuneytisstjórans til ráðherra fjármála sem hefur nú ákveðið að aðhafast ekkert.
 
Náttfari fjallaði um þetta mál þann 6. október sl. og lýsti áhyggjum sínum af því að margir opinberir embættismenn kæmu fram við kjörna fulltrúa af hroka. Spurning væri hvort valdið lægi hjá þeim eða sjálfum alþingismönnunum. Sjá meðf. umfjöllun Náttfara:
 
Bjarni Benediktsson hyggst ekki hrófla við þessum ráðuneytisstjóra. Ætlar ekki einu sinni að veita honum áminningu, hvað þá að víkja honum úr starfi.
 
Vonandi er skýringin ekki sú að Guðmundur Árnason búi yfir of miklum óþægilegum upplýsingum.