Baunaréttur
- 1 stór laukur
- 1 hvítlaukur
- 1 msk. rifinn engifer
- 1 chilli
- 2 dl. sólþurrkaðir tómatar
- safi úr hálfri sítrónu
- 400-500 gr. kjúklingabaunir
- 400-500 gr. spínat
- 1 dós kókosmjólk
- salt og pipar ef vill
- kóriander og möndlukurl eða hnetur settar yfir, allt eftir smekk
- einnig er mjög gott að setja hnetur í réttinn, smá druss því þá kemur skemmtilegt bit í matinn
Aðferð:
- Laukur, hvítlaukur, engifer og chilli mýkt upp úr olíu/smjöri.
- Þegar það er orðið mjúkt og fellega gult er sítróna kreist yfir.
- Baunirnar eru settar útí.
- Kókosmjólkin einnig sett útí.
- Svo spínatið í lokin.
- Voila! Fljótlegt, einfalt og hollt og gott. P.s. ég nota stundum Harissa kryddblöndu ef ég á ekki chili. Rótsterkt og sjúklega gott.
Súkkulaðisheik
- 2 dl. Mokkaís frá Jöklaís frá búinu Brunnhóli í Hornafirði
Smá nýmjólk (magn fer eftir hve þykkan þið viljið hafa hann)
- 50 gr. dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Ísinn er settur í blandara eða Nutri Bullet og einnig niðursneitt súkkulaðið.
- Blandað létt saman.
- Mjólkin sett útí
- Í lokin má skreyta með súkkulaðispæni og þeyttum rjóma ef vill.
Verði ykkur að góðu :)